Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 48
mikilvægt að ná til þeirra meðan þeir eru í skóla. kennslan þarf að vera í formi fyrirlestra, verklegra æfinga og umræðna til að árangur verði sem bestur. Þess utan þarf netfræðsla að vera aðgengileg þar sem farið er yfir mikilvæga þætti sýkinga- varna, eins og handhreinsun og handskartsleysi, vinnufatnað og hlífðarbúnað og fleira. Leiðbeinendur og kennarar nema á sjúkrahúsum þurfa að vera vel að sér í sýkingavörnum og geta svarað spurningum nemanna og rætt við þá um sýkingavarnir og mikilvægi réttra vinnubragðra á heilbrigðisstofnunum. alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tekur fram að mikilvægt sé að það sé að minnsta kosti einn starfsmaður sem er sérfræð - ingur í sýkingavörnum á hver 100–250 rúm á hverju bráða - sjúkrahúsi. alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur áherslu á að heil- brigðisstarfsfólk geti sótt framhaldsnám í sýkingavörnum sem gefur diplóma- eða meistaragráðu. Slíkt nám er nú í boði í há- skóla gautaborgar og geta Íslendingar sótt það. Í löndum Skandinavíu er nú krafa um framhaldsnám í sýkingavörnum samkvæmt fyrrnefndum leiðbeiningum alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar en sú krafa hefur ekki enn komið fram á Íslandi. Sýkingavarnir og framtíðin Sýkingavarnir eru einn af hornsteinum hverrar stofnunar hvað varðar öryggi sjúklinga og starfsmanna. framtíðarsýnin hlýtur að vera sú að allir heilbrigðisstarfsmenn kunni og fylgi alltaf leiðbeiningum sýkingavarna og vinni samkvæmt grundvall- arsmitgát í störfum sínum á heilbrigðisstofnunum. Á þann hátt rjúfa þeir smitleiðir milli sjúklinga og einnig milli starfsmanna. Til að svo geti orðið þarf kennsla heilbrigðisnema í sýkinga- vörnum að vera góð sem og endurmenntun heilbrigðisstarfs- fólks. umhverfið þarf að styðja við sýkingavarnir, til dæmis með rétt staðsettri handhreinsiaðstöðu, umhverfi og búnaði sem hægt er að þrífa og sótthreinsa á einfaldan hátt, nægum einbýlum sem uppfylla kröfur til einangrunar smitandi sjúk- linga, rétt hannaðri loftræstingu og fleiru. Til að sýkingavarnadeild á bráðasjúkrahúsi geti sinnt hlut- verki sínu af kostgæfni þarf mannskap sem hefur þekkingu, kunnáttu og reynslu á sviði sýkingavarna, eins og alþjóðaheil- brigðismálastofnunin nefnir. reynslan sýnir að hlutfall hjúkr- unarfræðinga á sýkingavarnadeild á bráðasjúkrahúsi þarf að vera um 1 hjúkrunarfræðingur á hver 75 rúm ef mikið er um dagdeildaraðgerðir, en afar tímafrekt er að fylgja eftir sjúk- lingum og skrá spítalasýkingar í kjölfar meðferðar á sjúkrahúsi. rafræn skráningarkerfi geta vissulega flýtt fyrir og auðveldað eftirfylgd en það þarf alltaf að fara yfir og staðfesta og meta vafaatriði og slíkt er tímafrekt og tölvukerfi geta ekki gert það. Í viðleitni til að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna er hverju sjúkrahúsi því mikilvægt að fjárfesta í öflugum sýkingavörnum en það skilar sér margfalt til baka með fækkun spítalasýkinga og styttri legu sjúklinga. Heimildir alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. (2016). guidelines on core components of infection prevention and control programmes at the national and acute health care facility level. genf: World health Organization; 2016. Licence: CC BY-nC-Sa 3.0 igO. Sótt á https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/ 10665/251730/9789241549929-eng.pdf;jsessionid=13f738a63D60 f23f5ECafD10D6f50a73?sequence=1 Ducell, g., fabry, j., og nicolle, L. (2002). Prevention of hospital-acquired infection. a practical guide, 2. útgáfa. alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. Sótt á https://www.who.int/csr/resources/publications/drugresist/en/who cdscsreph200212.pdf?ua=1 nixon, k. (2011). The World of florence nightingale. Pitkin unichrome, Bretlandi. O’neill, j. (2016). Tackling drug-resistant infection globally: final report and recommendations. The review on antimircobial resistance. Sótt á https:// amr-review.org/sites/default/files/160518_final%20paper_with%20cover. pdf Smith, P. W., Watkins, k., hewlett, a. (2012). infection control through the ages. American Journal of Infection Control, 40(1), 35–42. ásdís elfarsdóttir jelle 48 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Framtíðarsýnin hlýtur að vera sú að allir heil- brigðisstarfsmenn kunni og fylgi alltaf leiðbein- ingum sýkingavarna og vinni samkvæmt grund - vallarsmitgát í störfum sínum á heilbrigðis- stofnunum. Á þann hátt rjúfa þeir smitleiðir milli sjúklinga og einnig milli starfs manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.