Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 31
hjálparstarf. Eftirlætisleikfangið? Eldavélin mín. Stóra ástin í lífinu? Maðurinn minn. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Þolinmæði. Þitt helsta afrek? Börnin. Eftirlætisdýrið? Öll. Hvar vildir þú helst búa? nokkuð sátt í borginni en væri til í afdrep í sveit. Hvað er skemmtilegast? fátt skemmtilegra en borða saman með ætt- ingjum og vinum, maður er jú manns gaman. Svo get ég alveg gleymt mér við alls kyns handverk. Dýrka allt gamalt og er svolítill safnari. Þegar ég kem með eitthvað gamalt heim segir maðurinn minn gjarnan: „já, fer þetta inn á byggðasafnið?“ en þá vísar hann til handavinnuherbergis míns. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? Tryggð. Eftir lætiskvikmyndin? Stella í orlofi. Markmið í lífinu? að umvefja heiminn í ást og umhyggju. Hvað starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Lista - maður, fornmunavörður, húsgagnasmiður, gullsmiður eða … það er svo margt sem mig langar. Eitthvað að lokum? Lífið er lærdómur, kúnstin er bara að finna út úr því. „Traust og heiðarleiki eru stærstu eiginleikar sem til eru“ — Garðar Örn Þórsson Fullkomin hamingja er … að vera heilbrigður og sáttur í eigin skinni. Hvað hræðist þú mest? Margt sem ég hræðist, en ég hugsa að ég hræðist mest að fá einhvern af þeim hræðilegu sjúkdómum sem maður hefur séð sjúklingana sína þurfa að glíma við. Fyrirmyndin? innan hjúkrunar langar mig að nefna tvær konur. Önnur var hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeildinni þegar ég byrjaði þar sem nemi og ég leit alltaf upp til og ætlaði að verða nákvæmlega eins og hún. hún heitir Sigrún anna jónsdóttir og er núna starfandi á líknardeildinni. Í seinni tíð er hjúkrunarfræðingur sem ég hef mikið litið upp til og heitir nanna friðleifsdóttir og er sérfræðingur í krabbameinshjúkrun. Eftirlætismáltækið? að gera ekki úlfalda úr mýflugu. Hver er þinn helsti kostur? Ég myndi halda að það sé að ég er góður að hlusta og fólki finnst gott að leita til mín með sín vandamál. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ungur? Það var nú svo margt en lengi vel langaði mig mjög mikið að verða jarðfræðingur. Eftirlætismaturinn? Það er fátt ef nokkuð sem slær við grillaðri nautalund „medium rare“ með geggjaðri bernais-sósu og meðlæti og gott hvítvín með. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Óstundvísi og falskt fólk gerir alveg út af við mig. Hverju ertu stoltastur af að hafa áorkað? að hafa lokið háskólanámi á sínum tíma í jafnkrefjandi námi og hjúkrunarfræði er. Eftirminnilegasta ferðalagið? Ég ferðast alveg gríðarlega mikið og á til dæmis aðeins eftir að heimsækja eitt land í Evrópu. Það er erfitt að velja eitthvað eitt eftirminnilegt þótt það séu nokkur sem standa upp úr. fyrir tveimur árum ferðaðist ég um Ísrael og Palestínu og það var mjög áhugavert. Eitt skemmtilegasta ökuferðalag sem ég hef farið í var í Wales þar sem við keyrðum í gegnum æðislega smábæi og skoðuðum kastala og aðrar magnaðar byggingar. Í vor fór ég til úsbekistans og Túrkmenistans og það var alveg mögnuð ferð, full af andstæðum og magnað að koma til lands líkt og Túrkmenistan þar sem lokað er á alla samfélagsmiðla. Mörg frábær ferðalög og eflaust mörg frábær eftir. Ofmetnasta dyggðin? Stundvísi. Hver er þinn helsti löstur? Á það kannski til að verða stundum aðeins of fljótfær. Hverjum dáist þú mest að? Ég held að í dag dáist ég mest af forsetanum okkar, honum guðna. hann er landi og þjóð til sóma, mikill baráttumaður mannréttinda og fleira. forsetafrúin er líka frábær þannig að þau saman eru það fólk sem ég dáist mest að í dag. Eftirlætishöfundurinn? Einn af betri erlendum höfundum er sá sem skrifaði meðal annars bókina alkemistinn og heitir Paulo Coelho, margar magnaðar sögur eftir hann. hvað varðar íslenska glæpahöfunda ætla ég ekki að gera upp á milli arnaldar og Yrsu. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Þetta reddast! Mesta eftirsjáin? Sé ekki eftir mörgu í gegnum tíðina en ef ég ætti að velja eitthvað eitt þá er það að hafa ekki enn þá lagt í að flytjast setið fyrir svörum … tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 31 garðar Örn Þórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.