Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 42
Íslenskum hjúkrunarfræðingum býðst að taka þátt í evrópsku gagnvirku vefnám-
skeiði um leiðtogafærni í hjúkrun — nurSE — LEaD — sér að kostnaðarlausu
fram til 30. ágúst 2020. Tilgangur námskeiðsins er að efla leiðtogahæfni hjúkrunar-
fræðinga. námskeiðinu er skipt í sjö þætti sem bera eftirfarandi heiti: forysta, fimm
einkenni leiðtoga, fyrstu skref leiðtoga, að fylgja leiðtoga eftir, gagnreyndir starfs-
hættir, alþjóðlegt samhengi hjúkrunar og mat
námskeiðið, sem er á ensku, felur í sér sjálfsnám, verkefni og samskipti við hjúkr-
unarfræðinga innan og utan Evrópu. nemendur lesa texta, horfa á myndbandsupp-
tökur, svara stuttum spurningalistum, skrifa stutt verkefni, beita sjálfsrýni, fylgja
hjúkrunarfræðingi eftir og gefa ans. hver og einn sækir um á vef námskeiðsins:
https://elearning.elevatehealth.eu/local/orders/submit_order.php og fær leiðbein-
ingar um aðgang. Engin tímamörk eru á aðgangi að námskeiðinu og getur hver og
einn hjúkrunarfræðingur unnið í því þegar honum hentar. Áætlaðar vinnustundir í
námskeiðinu eru ríflega 40 talsins. Við lok námskeiðs fær nemandi skírteini til
staðfestingar á náminu. Yfirumsjón hefur Þóra Berglind hafsteinsdóttir, prófessor
við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og university Medical Center í utrecht í
hollandi. umsjón með íslenska hlutanum hefur helga jónsdóttir, prófessor við
hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands.
námskeiðið hófst í maí 2019 eftir að hafa fengið viðurkenningu hollenska hjúkrun-
arfélagsins. Bakhjarlar eru m.a. Sigma Theta Tau international og European academy
of nursing Science (EanS). Þann 1. október sl. voru 470 hjúkrunarfræðingar skráðir
í námskeiðið, flestir frá hollandi. Margir þessara nemenda hafa látið í ljósi ánægju
með þátttöku í námskeiðinu.
42 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
helga jónsdóttir, prófessor í
hjúkrunar fræðideild hÍ.
Þóra Berglind hafsteinsdóttir,
prófessor í hjúkrunarfræðideild hÍ.
NURSE — LEAD, gagnvirkt vefnámskeið
Helga Jónsdóttir1, Þóra Berglind Hafsteinsdóttir2
Engin tímamörk eru á aðgangi að námskeiðinu og getur hver og
einn hjúkrunarfræðingur unnið í því þegar honum hentar.
Áætlaðar vinnustundir í námskeiðinu eru ríflega 40 talsins.
Þann 1. október sl. voru 470 hjúkrunarfræðingar skráðir í nám-
skeiðið, flestir frá Hollandi. Margir þessara nemenda hafa látið í
ljósi ánægju með þátttöku í námskeiðinu.
1 prófessor í hjúkrunarfræðideild hÍ, forstöðumaður hjúkrunar langveikra á Landspítalanum, stjórn-
andi nurSE — LEaD á Íslandi.
2 prófessor í hjúkrunarfræðideild hÍ og vísindamaður við julius Center for health Sciences and Pri -
mary Care, stjórnandi nurSE — LEaD-verkefnisins