Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 18
við sjálfa sig í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur enda vann hún alla tíð mjög mikið.
Eitt sem hefur alltaf einkennt Sigrúnu er lifandi áhugi á öðru fólki og hún hefur náð
góðu sambandi við flesta sem á vegi hennar hafa orðið. hún kann líka að spyrja réttu
spurninganna. nýlega hitti Sigrún stúlku í læknanámi, þegar hún dvaldi um hríð á
Vífilsstöðum, og spurði hana hvort læknar væru í fjölskyldu hennar. Læknaneminn
sagði að langafi sinn hefði verið helgi, yfirlæknir á Vífilsstöðum. Þá gat Sigrún sagt
henni að með honum hefði hún unnið, bar honum vel söguna og hann hafi reynst
sér sérlega vel.
Engir karlar voru í hjúkrun á starfstíma Sigrúnar, en hún fagnar því að þeir hafa
síðan komið smátt og smátt inn í stéttina. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkr-
unarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. „já, ég hvet ungt fólk til
dáða. Það er bráðnauðsynlegt fyrir þjóðfélagið að eiga góða hjúkrunarfræðinga og
ekki síður sjúkraliða. Þetta eru mikilvæg störf.“
Skilur ekki þennan háa aldur
Sigrún segist ekkert skilja í því að hún sé að verða 100 ára, hún hafi aldrei átt von á
því að verða svona gömul. „já, ég er mjög hissa á þessu. Sjónin er léleg og heyrnin
enn verri, það er ekkert gaman að verða svona gamall. Ég get hins vegar ekki kvartað.
Ég hef það gott hér í Sóltúni. Það er vel hugsað um okkur gamla fólkið, og ég á góða
fjölskyldu,“ segir Sigrún að endingu.
Viðtal: Magnús hlynur hreiðarsson
magnús hlynur hreiðarsson
18 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Bjarni, eiginmaður Sigrúnar, var meðal
annars handritasérfræðingur við Stofnun
Árna Magnússonar árin 1972 til 1987.
Þau Sigrún eignuð ust fimm börn sem öll
hafa komið sér vel fyrir í lífinu með sínar
fjölskyldur.
Sigrún er alsæl á hjúkrunarheimilinu Sóltúni enda með gott og stórt herbergi á heimilinu þar sem hún getur haft sína persónulegu hluti. Ljós-
mynd/Magnús hlynur hreiðarsson.