Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 76
Umönnunarhlutverkið og afleiðingar á heilsufar aðstandenda aukin ábyrgð og byrði sem fylgdi umönnun hafði afleiðingar á heilsufar aðstandenda. Var því lýst sem líkamlegum og and- legum einkennum. fram kom að helmingur eftirlifandi maka lýstu svimaköstum, doða, magaverk, höfuðverk eða ógleði. allir voru sammála um það að sjúkdómurinn og þessi „brjál - aða óvissa“ gengi á orkutankinn og það hafði í för með sér mis- alvarlegar afleiðingar, þar með talið algjört heilsufarslegt hrun. Eina ástæðu þverrandi líkamlegrar heilsu mátti tengja við svefnleysi: „Það fór ofsalega illa í mig þetta rand allar nætur, ég var svo svefnlaus, alltaf að vakna þannig það var algjört rugl á svefninum, ég hélt ég gæti þetta en svo bara gaf heilsan sig“ (viðmælandi nr. 8). Þessi vanlíðan var einnig blönduð sorg og samviskubiti: „Seinustu mánuðina grét ég mig í svefn, ef ég var ekki hjá henni var ég troðfull af samviskubiti, ég átti mér ekkert líf “ (viðmælandi nr. 12). Hlutverkaskipting innan fjölskyldunnar hlutverkaskipting innan fjölskyldunnar fylgdi í kjölfar versn- andi einkenna sjúkdómsins. Sjá mátti víða í lýsingum þátttak- enda að mörgum fannst sú ábyrgð sem lögð var á þá vera mun meiri en þeir hefðu nokkurn tímann áður borið og nær allir þátttakendur lýstu henni sem yfirþyrmandi álagi. Makar og börn þurftu allt í einu að stjórna og taka ákvarðanir fyrir full- orðinn einstakling sem skildi lítið í yfirgangi ástvina. Þessu var lýst sem ákveðinni áhættu sem gat brotist út í reiði gagnvart aðstandendum. Eftirfarandi lýsing endurspeglar þá ábyrgð sem þátttakendum var tíðrætt um og um leið þann missi sem fylgdi breyttu lífsmynstri og aukinni ábyrgð: Maður þarf að læra marga hluti alveg upp á nýtt og gefa margt upp á bátinn. Við ætluðum að hætta að vinna og fara að ferðast og fleira, en það er bara einhvern veginn kippt undan manni fót- unum, lífið kollvarpast og það er ofsalega erfitt að kyngja því (viðmælandi nr. 10). Meirihluta þátttakenda var tíðrætt um álagið sem fylgdi því að vera bundinn yfir veikum ástvini og taldi ekki öruggt að skilja viðkomandi eftir einan og eftirlitslausan. Þeir höfðu að auki margir hverjir lent í áföllum sem fékk þá til að víkja aldrei frá hinum veika. Einn tók þetta sem dæmi: „Ég fer inn á bað og þá rennur þar af fullum krafti af báðum krönum, vaskurinn orðinn fullur og farið að leka á gólfið og inn í þvottahús … eftir þetta þorði ég aldrei að skilja við hana eina“ (viðmælandi nr. 1). Viðhorf til þjónustunnar í sjúkdómsferlinu Margsinnis kom fram í lýsingum allra þátttakenda að þeim fannst ríkjandi skortur á leiðsögn og ráðgjöf strax frá því að sjúkdómsgreiningin lá fyrir. fram kom í frásögn nokkurra þátttakenda að þeir tryðu því að starfsfólk reyndi þó að gera sitt besta, en oft og tíðum vantaði margt upp á svo hægt væri að segja að þjónustan væri góð. Það væri afar óþægileg tilfinn- ing að vera alltaf á byrjunarreit, þekkingarleysið virtist ríkjandi í huga aðstandenda hvað varðaði bæði úrræði og stuðning: Tímabundið úrræði er ekki boðlegt því þetta er ekkert að batna, maður grípur tímabundið úrræði því ekkert annað er í boði, en svo kannski þegar upp er staðið hefði maður betur átt að sleppa því, því þá kannski missti maður af einhverju öðru plássi, eða eitthvað, það vinnur ekkert og enginn með þér (viðmælandi nr. 13). niðurstöður sýndu að allir þátttakendur töldu þjónustuna, sem veitt var á hjúkrunarheimilunum, samofna framkomu starfsfólks við þá og umhyggju fyrir ástvinum þeirra. Lang- flestir sögðu þetta hafa verið afar erfitt tímabil og flestum varð tíðrætt um þær sáru og erfiðu tilfinningar sem fylgdu því að fylgja ástvini inn á öldrunarheimili og um leið að þurfa að gefa eftir stjórnina [umönnunina] í hendur ókunnugra: Mér fannst erfitt að hafa ekki stjórnina, ég var ekkert ánægð með það sem var gert. Þetta að treysta einhverjum öðrum fyrir því sem er þér dýrmætast og sjá að manneskjan er ekki traustsins verð, er ekki að standa sig, og þurfa að skilja pabba eftir [á öldrunarheim- ili] og hafa engin úrræði, það er ógeðslega erfitt. Þetta að mann - eskjan sem á að hugsa um hann, horfir á hann og bara, don’t care [er alveg sama], sko, fer bara í símann að gera eitthvað annað. Þetta varnarleysi er alveg óþolandi og gerði þessa dvöl að hreinu helvíti (viðmælandi nr. 11). Eftirfarandi lýsing varpar enn frekar ljósi á óánægju aðstand- enda með þjónustu og umönnun og það óöryggi sem þeir fundu fyrir. Þar koma fram þeir þættir sem allir þátttakendur nefndu í lýsingum sínum þegar þeir skýrðu frá hvers vegna þeir voru ekki ánægðir með þá þjónustu sem ástvinur þeirra fékk á viðkomandi hjúkrunarheimili. allir lögðu áherslu á mikilvægi þess að geta treyst starfsfólkinu fyrir lífi sinna ást - vina: Ég þarf að treysta þessu fólki 100% fyrir hennar lífi alla daga, starfsfólkið spáir ekkert of mikið í einstaklingana og vanþekkingin er mikil. Starfsfólk orðar oft hlutina af vanvirðingu eða talar af hvatvísi. Það er ekkert verið að spá of mikið í einstaklinginn eða taka of mikið eftir, virðingin nær bara takmarkað (viðmælandi nr. 12). Þátttakendum varð tíðrætt um þær væntingar sem þeir höfðu til þjónustunnar og umönnunarinnar sem yrði veitt á hjúkr - unarheimilinu. fram kom í lýsingu flestra þátttakenda að þeim fannst deildin, sem ástvinur þeirra fór á, bregðast sér. færni sem enn var til staðar var ekki örvuð vegna manneklu, göngu - túrar og sjúkraþjálfun var ekki í boði ef viðkomandi þurfti mann með sér, skortur var á félagsstarfi og ekki var hugað að því að ástvinir þeirra nærðust nógu vel. jafnframt kom fram að væntingar aðstandenda um að flutningur ástvinar á hjúkr - unarheimili þýddi öryggi stóðust ekki: Ég fékk bara dálítið sjokk þegar hann fékk fast pláss því ég hélt að upplifun okkar yrði betri, ég hélt að við værum að koma honum í gott skjól, hvíla mömmu því hún gat þetta bara orðið ekki lengur. Maður hélt að maður gæti verið áhyggjulaus en maður var aldrei rólegur, hræðilegt þegar maður getur ekki verið öruggur með fólkið sitt (viðmælandi nr. 14). niðurstöður sýndu að reynsla þátttakenda af þjónustunni var samofin samskiptum aðstandenda við umönnunaraðila og tara björt guðbjartsdóttir og elísabet hjörleifsdóttir 76 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.