Bændablaðið - 28.02.2019, Qupperneq 57

Bændablaðið - 28.02.2019, Qupperneq 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 57 Einfalt og skemmtilegt sjal prjónað frá hlið með garðaprjóni og röndum. Garnið Delight er á 30% afslætti í mars. Stærð: Hæð fyrir miðju ca 52 cm. Lengd efst ca 172 cm. Garn: Drops Delight (fæst í Handverkskúnst) - Litur 1: grænn/beige nr 08: 100 g - Litur 2: ólífa/ryð/plómu nr 10: 100 g, Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm, nr 4 Prjónfesta: 21 lykkja = 10 cm GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. Rendur: Allt sjalið er prjónað í röndum. Prjónið *2 umferðir garðaprjón með lit 1 og 2 umferðir garðaprjón með lit 2*, endurtakið frá *-* allt stykkið. Klippið ekki frá þráðinn á milli randa. Látið þráðinn fylgja með meðfram hlið á stykki, passið uppá að þráðurinn verði ekki of strekktur. SJAL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Allt sjalið er prjónað með garðaprjóni (þ.e. allar umferðir slétt). Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 4 með lit 1 og prjónið 1 umferð slétt. Nú er prjónað áfram með útaukningum, úrtökum og rendur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta) litur 1: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 5 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 2. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 1. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir af umferð, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. Endurtakið síðan umferð 2-5 (alltaf skipt um lit í umferð frá réttu) þar til ca 221 lykkjur eru á prjóninum eða prjónið að óskaðri lengd (passið uppá að nægilegt magn af garni sé eftir fyrir affellingu). Til að fá kant sem er teygjanlegur er fellt af þannig: *fellið af 2 lykkjur, sláið uppá prjóninn og fellið uppsláttinn af eins og venjuleg lykkja*, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið frá og festið enda. Þvoið sjalið og leggið í mál. Kryddað garðaprjónssjal – úr Delight HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 8 6 3 4 1 9 7 8 6 4 7 8 1 5 1 4 6 5 4 6 1 7 2 2 8 9 3 9 1 8 6 2 3 2 5 4 6 4 2 7 9 Þyngst 5 1 7 2 3 5 4 8 9 1 8 3 2 3 9 5 3 9 6 7 8 5 7 9 2 5 3 9 4 7 6 1 7 2 3 4 7 6 8 3 5 6 8 1 1 4 6 3 2 8 1 2 7 9 4 6 6 3 3 2 6 9 5 9 2 7 9 5 2 5 6 9 8 3 4 3 2 8 1 2 9 7 5 2 1 9 3 6 8 1 4 7 Ætla að verða húsasmiður eða bóndi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Bjarki Snær á kindur og folald, hann er duglegur að sinna dýr­ unum sínum og hjálpa til við bústörfin. Bjarki er líka fótbolta áhuga­ maður og hefur áhuga á flestum íþróttum. Nafn: Bjarki Snær. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Hemra, Skaftár tungu/ Klaustur. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og náttúrufræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar og hestar. Uppáhaldsmatur: Pitsa og grillað lambakjöt. Uppáhaldshljómsveit: Jói P. og Króli. Uppáhaldskvikmynd: Engin sérstök en margar skemmtilegar. Fyrsta minning þín? Að vera í girð­ ingavinnu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fótbolta og blak. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Húsasmiður eða bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Vera í Bændablaðinu. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég ætla að borða páskaegg og vera með fjölskyldunni að gera eitthvað skemmtilegt. Næst » Bjarki skorar á Margréti Blandon að svara næst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.