Bændablaðið - 28.02.2019, Side 57

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 57 Einfalt og skemmtilegt sjal prjónað frá hlið með garðaprjóni og röndum. Garnið Delight er á 30% afslætti í mars. Stærð: Hæð fyrir miðju ca 52 cm. Lengd efst ca 172 cm. Garn: Drops Delight (fæst í Handverkskúnst) - Litur 1: grænn/beige nr 08: 100 g - Litur 2: ólífa/ryð/plómu nr 10: 100 g, Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm, nr 4 Prjónfesta: 21 lykkja = 10 cm GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. Rendur: Allt sjalið er prjónað í röndum. Prjónið *2 umferðir garðaprjón með lit 1 og 2 umferðir garðaprjón með lit 2*, endurtakið frá *-* allt stykkið. Klippið ekki frá þráðinn á milli randa. Látið þráðinn fylgja með meðfram hlið á stykki, passið uppá að þráðurinn verði ekki of strekktur. SJAL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Allt sjalið er prjónað með garðaprjóni (þ.e. allar umferðir slétt). Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 4 með lit 1 og prjónið 1 umferð slétt. Nú er prjónað áfram með útaukningum, úrtökum og rendur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta) litur 1: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 5 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 2. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 1. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir af umferð, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. Endurtakið síðan umferð 2-5 (alltaf skipt um lit í umferð frá réttu) þar til ca 221 lykkjur eru á prjóninum eða prjónið að óskaðri lengd (passið uppá að nægilegt magn af garni sé eftir fyrir affellingu). Til að fá kant sem er teygjanlegur er fellt af þannig: *fellið af 2 lykkjur, sláið uppá prjóninn og fellið uppsláttinn af eins og venjuleg lykkja*, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið frá og festið enda. Þvoið sjalið og leggið í mál. Kryddað garðaprjónssjal – úr Delight HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 8 6 3 4 1 9 7 8 6 4 7 8 1 5 1 4 6 5 4 6 1 7 2 2 8 9 3 9 1 8 6 2 3 2 5 4 6 4 2 7 9 Þyngst 5 1 7 2 3 5 4 8 9 1 8 3 2 3 9 5 3 9 6 7 8 5 7 9 2 5 3 9 4 7 6 1 7 2 3 4 7 6 8 3 5 6 8 1 1 4 6 3 2 8 1 2 7 9 4 6 6 3 3 2 6 9 5 9 2 7 9 5 2 5 6 9 8 3 4 3 2 8 1 2 9 7 5 2 1 9 3 6 8 1 4 7 Ætla að verða húsasmiður eða bóndi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Bjarki Snær á kindur og folald, hann er duglegur að sinna dýr­ unum sínum og hjálpa til við bústörfin. Bjarki er líka fótbolta áhuga­ maður og hefur áhuga á flestum íþróttum. Nafn: Bjarki Snær. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Hemra, Skaftár tungu/ Klaustur. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og náttúrufræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar og hestar. Uppáhaldsmatur: Pitsa og grillað lambakjöt. Uppáhaldshljómsveit: Jói P. og Króli. Uppáhaldskvikmynd: Engin sérstök en margar skemmtilegar. Fyrsta minning þín? Að vera í girð­ ingavinnu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fótbolta og blak. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Húsasmiður eða bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Vera í Bændablaðinu. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég ætla að borða páskaegg og vera með fjölskyldunni að gera eitthvað skemmtilegt. Næst » Bjarki skorar á Margréti Blandon að svara næst.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.