Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 42
Við látum málið okkur varða Svo nefnist skýr og greinargóður upp- lýsingabæklingur gefinn út af Félagi talkennara og talmeinafræðinga. Lögð er í upphafs- orðum áhersla á hve mál og tal eru mikilvægur þáttur í lífi hvers manns svo og það að allir geti átt í tímabundnum erfið- leikum með að tjá sig. Síðan eru helstu tal- og málmein talin upp: Frávik í málþroska og framburði, annars vegar erfiðleikar með að tala skýrt, hins vegar erfið- leikar tengdir skilningi, orðaforða o.s.frv. Stam. Greina þarf það eins snemma og unnt er. Raddvandamál s.s. langvarandi hæsi og vandræði með röddina vegna sjúkdóma og sálrænna erfið- leika. Sumir þurfa að láta fjarlægja allt barkakýlið- þá þjálfuð upp “ný rödd.” Tjáningarerfiðleikar eftir heila- blóðfall s.s. málstol og þvoglumæli. Sömuleið- is vegna höfuðáverka geta af orðið tjáningar- erfiðleikar. Þá er sagt frá öðrurn erfiðleikum sem tal- kennarar og talmeina- fræðingar fást við og nefnd dæmi um kyng- ingarerfiðleika og svo minnt á þá sem ekki geta talað og verða að koma máli sínu á framfæri með óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Að lokum er sagt frá starfi þessara tveggja stétta, hvert hægt sé að leita, hvar þetta fólk starfar, hversu námi er háttað og félaginu sjálfu gjörð skil en það var stofnað 1981, í því um 55 félagar. Félag talkennara og talmeinafræðinga gefur upp póst- hólf 8730 - 123 Reykjavík. Ljósar upplýsingar í stuttu en meitluðu máli svo sem vera ber, því þetta mál varðar alla. H.S. Forsíðan Til umhugsunar Vilji ég aðstoða einhvem til að ná settu marki, verð ég að nálgast hann á því stigi sem hann er og heijast þar handa. Þeir sem ekki geta það, blekkja sjálfan sig, haldi þeir að þeir geti hjálp- að öðrum. Til þess að hjálpa, verð ég tvímælalaust að vita meira en hvað viðkomandi getur; aðalatriðið er að ég skilji hvað hann skilur. Geti ég það ekki, skiptir engu máli hve vitur ég er. Vilji ég sarnt sem áður sýna visku mína, kem ég upp um hégómleika minn og hroka og læt dást að mér, í stað þess að hjálpa. Raunveruleg hjálpsemi byggist á auðmýkt gagnvart þeim sem ég vil leiðbeina, þess vegna verð ég að skilja að hjálpa er ekki að ráðskast með, heldur að gefa af sjálfum sér. Geti ég það ekki, get ég engum hjálpað. Sören Kirkegaard, danskur heimspekingur. Ath. Þessa góðu sendingu fengum við einn miður mildan morgun frá Magnúsi Þorgrímssyni framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Vesturlandi og fyrrv. formanni Geðhjálpar. Orð að sönnu og því áfram send til ykkar lesenda. Neistinn 5 ára r Inýjasta hefti Velferðar, mál- gagns og fréttabréfs Lands- samtaka hjartasjúklinga kennir s.s. ætíð áður margra góðra grasa. Þar kemur m.a. fram að Neist- inn, styrktarfélag hjartveikra bama varð 5 ára hinn 5. maí sl. Af þessu tilefni ritar núv. for- maður Neistans, Valur Stefáns- son, glögga grein sem gripið verður rétt niður í. Hratt flýgur tíminn hjá, svo ör- stutt sem ritstjóra þykir síðan hann átti tal við forystukonur í fyrstu stjórn Neistans og efni þessu tengd skilað hingað inn á síður. I grein sinni minnir Valur á þá staðreynd að fyrir þessum fimm árum voru öll börn send erlendis til hjartaaðgerða, en nú er meiri- hluti þessara aðgerða fram- kvæmdur hér á landi, en 10-15 hjartaaðgerðir á börnum hafa hér verið gerðar á undanförnum árum. Dýrmætt fyrir aðstand- endur og sparnaður um leið fyrir hið opinbera. Neistafólk horfir björtum augum til nýja Barnaspítalans á lóð Landspítalans að vonum. Neistinn er með styrktarsjóð og grunnur að honum lagður með glæsilegri landssöfnun 14. mars 1997. 14. mars síðan há- tíðlegur haldinn með því að safna blóði fyrir Blóðbankann. I árslok 1998 gaf Neistinn Barna- spítala Hringsins haus á ómsjá að verðmæti tvær milljónir króna og þykir ritstjóra rausn þeirra Neistamanna rík. Sumar- ferð hefur verið farin á hverju ári til gagns og gleði fyrir alla. Aðsetur Neistans er á Suður- götu 10 og núv. formaður, Valur Stefánsson, trúlega tekinn tali í haustblaðinu. Til hamingju og heilla skal haldið fram og héðan sendar einlægar velfarnaðar- óskir. H.S. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.