Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Síða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Síða 43
Fréttaþjálfinn Rétt þegar blaðið var að fara í prentun barst hingað árviss póstur og ágætur um leið. Þetta var Fréttaþjálfinn, 13.árgangur - skóla- blað útskriftarnema þriðju annar Hringsjár. Efnið er að vanda fjölbreytt. Eiríkur Vernharðsson skrifar rit- stjórapistil og Brynja Garðarsdóttir annan pistil. í báðum pistlum endur- ómar þakklætið til Hringsjár og þess frábæra starfsfólks sem þar leiðir og leiðbeinir. Verðug og sönn er löng grein um Kúrda og hina réttmætu en blóði drifnu frelsisbaráttu þessarar þraut- píndu þjóðar sem býr í Tyrklandi, írak, íran og Sýrlandi. Merkilegt er að samfélög þjóðanna skulu ekki bregðast við til bjargar. Uppskriftir að gómsætum réttum prýða blaðið, skreyttar skemmti- legum teikningum. Breytingar nefnist athyglisverð grein eða hugleiðing Eiríks Vern- harðssonar. Hann segir m.a: “Ef við getum ekki breytt okkur líkamlega getum við tekið á andlega þættinum og breytt viðhorfi okkar til okkar sjálfra og þess sem er að hrjá okkur.” Og svo segir Eiríkur: “Lítum alltaf á björtu hliðamar... og munum það að það er alltaf ljós við enda gangsins þó að hann geti verið þröngur og dimmur.” Þórunn Guðmundsdóttir hefúr tekið hið fróðlegasta viðtal við Maríu Kjeld um Fullorðinsfræðslu fatlaðra og munu þeir sem lesa verða margs vísari. Hressilegt viðtal er við Þorkel Jóhann Steindal (sjálfsviðtal?). Hann segir námið í Hringsjá frábært, góður andi og hann ákveðinn í að halda áfram á menntabrautinni. Jóna Margrét Kristinsdóttir á skemmtilegt viðtal við keramik- listakonuna Ingu Elínu sem er með verkstæði að Álafossi en gallerí við Skólavörðustíg. Myndir af hinum stílhreinu og fagurlega gjörðu munum Ingu Elínar prýða viðtalið. Svo eru þessi líka indælu ljóð eftir Elísabetu Nönnudóttur og Ragnhildi Hjaltadóttur. Sýnishorn þeirra er að finna hér í blaðinu. Þetta er prýðis- blað og til sóma fyrir nemana. H.S. Þórhallur Hróðmarsson: Áramót 1999-2000 Ef öldin er liðin, þótt enn vanti ár, upp á það hundrað sem skyldi. Að tíu' yrðu níu og tapaðist ár, tugurinn efalaust þyldi. Um framhaldið ótta samt fyllist ég og forðast að hugsa til enda, hvar allir þessir, sem þennan veg þræða nú, muni lenda. Flest, sem er talið fjær og nær, fara hlýtur í klessu. Því allir sjá hvaða örlög fær einingin eftir þessu. Milli' einhvers, sem til er og er ekki til er agnarsmátt bil, sem núll við köllum, að tala um núllið sem tímabil, tæpast er bjóðandi öllum. Hvert tímabil á sér upphafsstað og einhvers staðar enda, ef upphafið er þar, sem endar það, endarnir saman lenda. í raðtölukerfi vort ártal er, þótt ei skilji núllistar blíðir, þótt núllum þeir raði og raði sér, reynast þau núll um síðir. Þ.H. Leiðrétting I^síðasta tölublaði var ágætis ljóð eftir Þórhall en inn í eina vísuna slæddist meinleg villa í prentvinnslu. Þetta er önnur vísan í Matarást Þórhalls: Núna þegar kominn er með kransa kemur oftlega í huga mér: Hver er ástin einasta og sanna ástin sem að stöðugt fylgir þér? Höfundur er velvirðingar beðinn. Ritstjóri. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.