Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 30

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 30
Langstökk U nglingameistari: Jón Benónýsson, HSÞ 6,03 m 2. Hróðmar Helgason, Á 6,00 m 3. Stefán Hallgrímsson, UÍA 5,91 m 4. Friðrik Þór Óskarsson, IR 5,83 m 5. Páll Dagbjartsson, HSÞ 5,69 m 6. Atli Friðbjörnsson, UMSE 5,63 m 7. Halldór Jónsson, IBA 5,52 m 8. Stefán Sveinbjörnsson, UMSE 5,10 m Langstökk Islandsmeistari: Þorvaldur Benediktsson, IBV 6,90 m 2 Valbjörn Þorláksson, KR 6,90 m 3 Gestur Þorsteinsson, UMSS 6,68 m 4. Ólafur Guðmundsson, KR 6,58 m 5. Karl Stefánsson, UMSK 6,53 m 6. Guðmundur Jónsson, HSK 6,52 m 7. Kjartan Guðjónsson, IR 6,40 m 8. Sigurður Viðar Sigmundsson, UMSE 6,34 m 9. Friðrik Þór Óskarsson, IR 6,18 m 10. Dónald Jóhannsson, UMSK 6,18 m 11. Einar Þorgrímsson, lR 5,97 m Karl Stefánsson sigraði með miklum yfir- burðum í hverri þrístökkskeppni, sem hann tók þátt í hérlendis sl. sumar, og á afrekaskrá hef- ur hann yfirburði, sem nema 92 cm, yfir næsta mann, Sigurð Hjörleifsson. Bezta stökk Karls, sem á afrekaskrá kemst, er 14,75 m, stokkið í 1,9 m/sek. meðvindi í bikarkeppninni, en hann sigraði í þeirri keppni með 14,85 m og á Eiðum með 14,93 m, svo sem frá var sagt í síðasta tölublaði Iþróttablaðsins. Á íslandsmótinu stökk Karl 14,61 m, og sanna þessar tölur það, sem reyndar var mat mitt áður, að Karl hefur nú skipað sér í fremsta sæti íslenzkra þrí- stökkvara frá upphafi, þegar Vilhjálmur Ein- arsson er frátalinn. Sigurður Viðar Sigmundsson, UMSE, varð annar á Meistaramóti Islands, og sannaði þar með, að annað sæti hans á Eiðum var engin til- viljun. Árangur hans varð 13,63 m, og með þann árangur er hann í þriðja sæti á afreka- skránni, en Sigurður Hjörleifsson, HSH, er í öðru sæti með 13,83 m. Því miður voru þeir hvorugur með í bikarkeppninni, en í þeirri keppni kom Þorvaldur Jónasson, KR, sem ekki hefur keppt neitt í nokkur ár, mjög á óvart með því að hreppa annað sætið með 13,74 m stökki í 2,5 m/sek. meðvindi (13,54 m löglega). Hér að framan hef ég getið um Friðrik Þór Óskarsson, IR, sem varð bæði sveinameistari og drengjameistari í þessari grein og stökk lengst 13,56 m á Sveinameistaramóti Reykjavíkur í haust. Um hæfileika hans og prúðmennsku í framkomu þarf ekki frekar að fjölyrða. Unglingameistarinn, Stefán Hallgrímsson, er nýliði á frjálsíþróttamótum og algert hráefni, en hann mundi án efa ná langt, ef hann nyti tilsagnar og aðstæðna til þjálfunar. Þrístökk (meðvindur) Sveinameistari: Friðrik Þór Óskarsson, lR 13,00 m 2. Borgþór Magnússon, KR 12,79 m 3. Einar Þórhallsson, KR 12,01 m 4. Elías Sveinsson, IR 11,69 m 5. Vilmundur Vilhjálmsson, KR 11,56 m 6, Ásbjörn Sigurgeirsson, UMSB 11,20 m Þrístökk (meðvindur) Drengjameistari: Friðrik Þór Óskarsson, lR 13,31 m 2. Hróðmar Helgason, Á 12,70 m 3. Finnbjörn Finnbjörnsson, IR 12,52 m 4. Einar Þórhallsson, KR 12,27 m Þrístökk Unglingameistari: Stefán Hallgrímsson, UlA 13,02 m 2. Bjarni Guðmundsson, USVH 12,96 m 3. Friðrik Þór Óskarsson, IR 12,68 m 4. Jón Benónýsson, HSÞ 12,49 m 5. Atli Friðbjörnsson, UMSE 11,68 m 6. Hróðmar Helgason, Á 11,33 m 7. Gunnar Jónsson, UMSE 11,02 m Þrístökk Islandsmeistari: Karl Stefánsson, UMSK 14,61 m 2. Sigurður V. Sigmundsson, UMSE 13,63 m 3. Guðmundur Jónsson, HSK 13,52 m 4. Jón Þ. Ólafsson, IR 13,22 m 5. Friðrik Þór Óskarsson, IR 13,14 m 6. Hróðmar Helgason, Á 12,24 m Stangarstökkið sl. sumar er naumast mikils umtals vert. Valbjörn einn stökk yfir 4 m hæð, nánar tiltekið 4,30 m, svo að yfirburðir hans í greininni voru miklir. Hann færði sér það líka talsvert í nyt, lét stangarstökkið sitja á hak- anum vegna keppni í fjölda annarra greina á hverju móti, en stökk rétt sem þurfti til sigurs. Þannig varð hann íslandsmeistari með 3,90 m stökki. Var það 14. meistaramótssigur hans í þessari grein, en allt frá árinu 1955, að hann 270

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.