Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 50

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 50
TORFI TÓMASSON: SUIMD 1968 Á sundþingi 1968 var kosin stjórn Sund- sambands Islands. Formaður var endurkosinn Garðar Sigurðsson, en aðrir í stjórn sambands- ins eru: Helgi Björgvinsson, varaformaður, Torfi Tómasson ritari, Guðmundur Gíslason, gjaldkeri, og Siggeir Siggeirsson fundaritari. Varamenn í stjórn eru: Jónas Halldórsson, Trausti Guðlaugsson og Erlingur Þ. Jóhanns- son. Á árinu urðu miklar framfarir hjá sundfólk- inu. Telja margir, að hin bætta æfingaaðstaða við tilkomu nýju laugarinnar í Laugardalnum hafi þar haft mikið að segja. Á árinu voru við- ræður hafnar við Skotland og Danmörk um landskeppni. Þá fór fram á árinu tvenn lands- keppni. Sigur gegn Irum. Dagana 5.—6. júlí 1968 fór fram fyrsta landskeppni íslands og Irlands í sundi. Var keppt við allt Irland, en það er aðeins í sund- íþróttinni, sem Irland gengur sameinað til leiks. Keppnin fór fram í Belfast, og við laugina var flaggað með íslenzka fánanum og fána Sund- sambands írlands, en hvorki írski né brezki fáninn sáust þar. Eftir fyrri dag keppninnar höfðu Irar yfir 56:54, en þó fór svo, að íslend- ingarnir unnu með 115 stigum gegn 104. Alls setti íslenzka simdfólkið 7 íslandsmet á þessu móti, en auk þess setti okkar fólk 5 írsk met (Irish all-comers records). írska sundfólk- ið setti samtals 11 met, og má á þessu meta- flóði sjá, hve keppnin var hörð. I landsliði Islands var eftirtalið sundfólk: Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ellen Ingvadóttir, Sigrún Sig- geirsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Guð- munda Guðmundsdóttir, Guðmundur Gíslason, Guðmundur Þ. Harðarson, Leiknir Jónsson, Árni Þ. Kristjánsson, Gunnar Kristjánsson, Jón G. Eðvarðsson, Finnur Garðarsson og Guð- jón Guðmundsson. Fararstjórar voru Garðar Sigurðsson og Torfi Tómasson, en þjálfari Siggeir Siggeirs- son. Sigur gegn Vestur-Skotlandi. Á heimleið frá Irlandi var keppt við Vestur- Skotland (Western District), sem er sterkast af 4 deildum skozka sundsambandsins. Var hér um eins dags keppni að ræða sem fram fór í Kirkentillich, einni af útborgum Glasgow. Eftir skemmtilega keppni, en þó aldrei verulega tví- sýna, sigraði okkar fólk með 72 stigum gegn 60. Af 12 greinum unnum við 8, þar af 5 grein- ar tvöfalt. Eitt Islandsmet var sett. Við þetta tækifæri fóru fram viðræður við framkvæmdastjóra skozka sundsambandsins, Greinarhöfundur, Torfi Tómasson, sinnir þularstörfum á sundmóti. 290

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.