Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 61

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 61
Eusébio leika hér listir sínar, og svo mikið aðdráttar- afi höfðu hinar portúgölsku stjörnur á íslenzka knatt- spymuunnendur, að rúmlega 18000 áhorfendur lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn til þess að sjá þá leika sér að Valsliðinu. En allt getur skeð í knattspymu, segir gamall tals- háttur, og svo fór og í þetta skipti, að meistararnir portúgölsku, „svörtu perlumar“, hurfu í skuggann fyrir sterkri vöm Vals, og þá einkum snilldarlegri mark- vörzlu Sigurðar Dagssonar. Sigurður Dagsson hefur verið í hópi beztu knatt- spymumanna íslenzkra nú um nokkur ár, og að margra áliti átti hann drýgstan þátt í að færa Val Islands- meistaratitilinn tvö ár í röð, 1966 og 1967. Hvað sem því líður, þá sýndi Sigurður í leiknum við Benfica, að hann ræður yfir, þegar vel tekst til, markvörzluhæfi- leikum, sem sambærilegir eru við það bezta á heims- mælikvarðann fræga. Enda voru það furðulostnir og hálfsneyptir snillingar, félagarnir portúgölsku, þegar þeir yfirgáfu völlinn. Við sýnum hér í ljósopinu nokkrar svipmyndir, sem sýna vinnubrögð Sigurðar Dagssonar og þeirra félaga, en jafnframt að oft skall hurð nærri hælum í leiknum. 301

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.