Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 60

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 60
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202060 blaðamaður mætir á snyrtistofuna Flikk, ekki til að láta flikka upp á sig að þessu sinni, heldur til spjalla við við söru björg bjarnadóttur, snyrtifræðing og listamann. Hún er stofnandi og eigandi snyrtistofunn- ar og rekur hana í dag með bestu vinkonu sinni. sara björg á kannski ekki langt að sækja listræna hæfi- leika en faðir hennar er bjarni Þór bjarnason listamaður á Akranesi. Viðmótið er hlýtt þegar hún tekur á móti blaðamanni. Þegar gott kaffi er komið í bollann er hægt að hefja spjallið um lífið, listina og ekki síst slysið sem olli straumhvörfum í lífi hennar. Harmleikur í fjölskyldunni sara björg er ættleidd frá sri Lanka af foreldrum sínum Ingibjörgu Njálsdóttur, sem alltaf var köll- uð Imba, og bjarna Þór bjarna- syni listamanni. „Ég er alin upp hér á Akranesi og hef verið hérna alla mína ævi, svona að mestu alla vega,“ segir sara björg brosandi í upphafi máls. „Foreldrar mínir áttu bæði börn fyrir þegar þau kynn- ast, rugla saman reitum og fara að búa saman. en af því að mamma var með meðfæddan hjartagalla var henni ráðlagt að eignast ekki fleiri börn. Þau ákváðu því að ættleiða eitt barn og það er ég,“segir sara björg. „Mamma deyr þegar ég er átta ára gömul. Hún hafði ekki ver- ið neitt meira veik veturinn áður en hún lést, en varð samt bráðkvödd. Það var auðvitað gríðarlegt áfall að missa móður sína svona ungur og ég vann líklega ekki úr því að gagni fyrr en miklu síðar. en pabbi er mikil perla, mikið betri en eng- inn. Við erum mjög náin og höfum brallað ýmislegt saman. Við vorum ein í eitt ár. Þá kynnist hann ann- arri konu, Ástu salbjörgu Alfreðs- dóttur, og þau búa saman í dag.“ Besti pabbi í heimi „eftir fráfall mömmu, upplifði ég okkur pabba bara tvö ein í heim- inum. Við fengum enga hjálp og þurftum bara að treysta hvort á ann- að, en hann er frábær pabbi, hefur gert svo margt fyrir mig. Gefið mér ómældan tíma og þolinmæði, sem ég mun aldrei gleyma,“ segir sara björg og það kemur ljúft blik í aug- un. „Við gerðum svo margt,“ heldur hún áfram. „Við vinkonurnar vor- um með algjört „spice girls“ æði á þessum tíma og hann fór með okk- ur út um allan bæ til að hjálpa okk- ur við að taka myndir og æfa okkur. Leigði salinn í skólanum til að þetta væri nú almennilegt. Tók síðan allt upp svo við gætum fínpússað spor- in. Við tróðum síðan upp á bekkjar- kvöldum, við misgóðar undirtektir. Það voru allir að verða brjálaðir á okkur,“ og sara björg skellihlær. „einu sinni sátum við feðgin heima og leiddist. Þá fékk hann þá hug- mynd að taka sófaskemilinn í sund- ur og búa til svampakarla úr hon- um. Hver gerir bara svona?“ Og sara björg brosir að þessari góðu minningu. „Þetta var ótrúlegt en samt svo geggjað. Ég get talið upp milljón svona atriði sem við gerð- um. Hann er alltaf að gefa mér af sér. einu sinni bauð hann okkur í páskaeggja ratleik, sem dreifðist út um bæinn og endaði síðan í garð- inum hjá honum. Þar átti að kippa i spotta og „púff“ páskaegg svifu nið- ur af þakinu. Hann er alveg ótrú- lega magnaður maður.“ Skólagangan „Mér gekk ekkert vel í skóla, það var líka þannig áður en mamma dó en varð enn erfiðara eftir að hún var fallin frá. Ég var með svo mikinn athyglisbrest og var oft ansi skraut- leg,“ segir hún og hlær. „Það voru engar greiningar á þessum árum, en ég er fædd 1985. Ég náði svo sem prófunum, en það voru ekki neinar skrautfjaðrir þar. Ég hafði alltaf verið að teikna og mér gekk langbest í handavinnu. svo fór ég í listnám en fann mig ekki í málverk- inu. Mig langaði mest að smíða, að verða gullsmiður. en þá var ég orð- in ófrísk svo það varð ekkert frekar af því. Ég var samt byrjuð að vinna á verkstæði hjá gullsmið. eftir að ég átti soninn, þá fór ég og lærði snyrtifræðina og opnaði stofu. Það er ekki fyrr en núna sem ég er farin að snúa mér að málverkinu að nýju. Mér finnst gaman að vinna í hönd- unum, svona almennt, til dæmis að prjóna og held áfram að teikna, þó ég sé komin af stað í vinnu við mál- verk.“ Ástin í lífinu Þegar sara björg er fjórtán ára kynnist hún ástinni í lífi sínu, brynjólfi sæmundssyni, og þau hafa að mestu verið saman síðan þá. Þau kynntust í hestaferð sem haldin var í Tungu fyrir unglinga og féllu fyrir hvort öðru. „sem unglingar voru við svo sem sundur og sam- an, til að byrja með, eins og ung- lingar gera stundum, en síðan kom bara sá tími að við sáum að við vild- um leiðast út í gegnum lífið og ég er enn að falla fyrir honum, eftir öll þessi ár. Við eigum þrjá stráka; 12, 10 og 4 ára og búum í stóru húsi, rétt fyrir utan Akranes og þú get- ur ímyndað þér hvort það sé ekki oft fjör í húsinu. eftir að við vorum búin að vera saman í nokkurn tíma, gerðist ég svo frökk að flytja eigin- lega bara heim til hans. Tengdafor- eldrar mínir tóku mér opnum örm- um. Og Valdís, tengdamóðir mín er algjörlega einstök, alltaf verið mér góð og haft mikil áhrif á líf mitt. Hún varð kannski svolítið mamma mín líka. Ég átti erfitt andlega og glími alveg við það enn í dag. Ég var ótrúlega leitandi að einhverju sem ég vissi ekki alveg hvað var. Ég var mjög heppin að kynnast mann- inum mínum svona ung, því þetta var erfiður tími. Hann er einstak- ur og hefur alltaf verið kletturinn minn í einu og öllu. styður mig en kippir mér líka niður á jörð- ina þegar þess þarf. Án þeirra allra veit ég ekki hvar ég væri í dag, því ég var ansi tæp á þessum tíma. Ég datt sannarlega í lukkupottinn með þessa fjölskyldu.“ Þau hjónin eiga heima á silfurbergi, sem er staðsett við bæinn beitistaði. Í næsta húsi búa tengdaforeldrarnir, bara tún- blettur á milli, sem m.a. er nýttur til sameiginlegrar beitar fyrir hrossin sem þau eru með. „strákarnir okk- ar eru himinsælir yfir að búa svona nálægt ömmu og afa. Það þarf bara að skjótast yfir túnið. Við erum líka staðsett nógu langt frá þjóðvegin- um svo við heyrum ekkert í um- ferðinni. Við keyptum húsið hálf- fokhelt og ég féll alveg fyrir því og staðnum þegar við skoðuðum á sín- um tíma.Við höfum svo verið að koma því í stand.“ Sveitin Þau sara björg og brynjólfur hafa bæði gaman að hestum. eins og fram hefur komið, stundaði hún það sport sem krakki og seg- ist meira að segja hafa náð sér í Ís- landsmeistaratitil þegar hún var yngri. „en ég hef ekki farið á bak eftir slysið. er ekki viss um að geta haldið nógu vel í tauminn, en það kemur. Við nýtum hesthús og beit- arland með tengdaforeldrunum, sem kemur öllum vel.“ brynjólfur er einnig með kindur sem hún seg- ist ekki hafa mikið vit á, en klapp- ar þó hrútunum. „Mér líkar vel við þá,“segir hún hlæjandi. „eigin- maðurinn ætlaði bara að vera með fáar kindur, byrjaði með tíu að mig minnir. Ég held að þær séu orðnar 80 núna. er það ekki tilhneigingin,“ spyr hún glettin og svarar sjálfri sér, „ég held það“. Hann hefur reyndar rosalega gaman af kindunum. Það sem einnig er gott við þessa stað- setningu er að við erum í hæfilegri fjarlægð frá þéttbýlinu. Ég get sótt vinnu á Akranes án nokkurra vand- ræða en einnig horfið heim í frið- inn þegar vinnudegi lýkur. eftir langan vinnudag er alveg dásamlegt að komast heim í kyrrðina.“ Slysið Fyrir ári, nánar tiltekið 12. apríl 2019, lenti sara björg í bílslysi sem breytti lífi hennar á margan veg. „Það var mikil gæfa að ég var á bílnum hans tengdapabba, göml- um bens, þungum og traustum. Ég hafði oft keyrt þennan bíl áður og var vön honum. Þegar ég fór að heiman var ekkert rok, og mér fannst svo sem ekkert hvasst á leið- inni. en er ég nálgaðist Akranes fór að hvessa og allt í einu kemur vind- hviða upp úr þurru. bíllinn fór að- eins útaf og ég var alltaf að reyna að halda honum á veginum. Ég man ekki ískrið í dekkjunum og bílinn hringsnerist á veginum og ég vissi að þetta myndi ekki enda vel. svo fór hann öfugur út af, og fór fjórar veltur, sem mér fannst taka heila ei- lífð. Þakið kýldist alveg niður nema þar sem ég sat, kannski hefur ein- hver góður verið með mér,“ seg- ir hún hugsi og heldur áfram. „Ég meiddist ekkert mikið miðað við hvað bíllinn er mikið skemmdur, en ég er samt ekki farin að vinna Slysið sem breytti öllu Í heimsókn hjá Söru Björg Bjarnadóttur, snyrtifræðingi og listamanni í Hvalfjarðarsveit Sara Björg Bjarnadóttir er hér á vinnustofu Bjarna Þórs, föður síns. Hún býr til málverk þar sem litum er hellt yfir strigann og þeir blásnir með ákveðinni tækni. Ljósm. mm. Málverk Söru Bjargar eru óvenjuleg og falleg eins og sjá má. Ljósm. úr einkasafni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.