Blik - 01.05.1962, Page 4
2
B L I K
Samvizkan, innri röddin, tók að
segja til sín. Notkun skynsem-
innar og rödd tilfinningalífs-
ins tók þá að ráða mestu um
örlög einstaklingsins eða um
framtíð hans. Svo er það enn
í dag í miklu ríkari mæli, því
að valið er margbreytilegra og
vandasamara. Síðan hefur það
verið þannig með okkur menn-
ina, þó að við skiljum það oft
og tíðum ekki sjálfir, að örlög
okkar eru háð þessum vanda,
— hugleiðum það ekki eða vilj-
um ekki vita það. Þessi guðlegi
eiginleiki okkar mannanna, að
geta gert mun á góðu og illu,
er aðall okkar, mesta guðsgjöf-
in okkur til handa, — eiginleik-
inn, sem skilur okkur hvað
mest frá dýrunum.
Og lífið sjálft hefur ávallt
fært okkur heim sanninn um
það, að ekki er vandalaust að
lifa mannlegu lífi, svo að sómi
sé að. Það er ekki víst, að þið
á ykkar aldri hafið hugleitt
þetta, nemendur mínir, en tími
er kominn til, að þið gerið það,
því að þjóðlífið sjálft bíður
eftir ykkur. Enginn skyldi
fljóta sofandi að feigðarósi í
þeim efnum. Okkur ber að vaka
og vera á verði um það dýr-
mætasta, sem forsjónin hefur
gefið okkur, því að við erum
skynsemigæddar verur með
ríku tilfinningalífi.
Félagsfræðin er ein sú grein,
sem ég hefi alltaf haft mikla
ánægju af að kenna hér í skól-
anum. Þar gefst mér m. a. svo
sérstætt tækifæri til að sann-
reyna vissan þátt mannlegs
þroska á æskuskeiðinu. Komi
ég nemendum mínum t. d. að
óvörum með spurningu um það,
hverjar séu þær 5—6 helztu
kröfur um almenn mannrétt-
indi, sem við getum gert til
þjóðfélagsins og gerum til þess,
þá eru svörin jafnan á reiðum
höndum. En spyrji ég svo og
krefjist svars: Hverjar eru 5—
6 helztu skyldur okkar við þetta
sama þjóðfélag, þá vefst nem-
endum mínum tunga um tönn.
Þá hluti hafa þeir síður hug-
leitt.
Ein fyrirferðarmesta krafa
okkar til þjóðfélagsins er frelsi,
næstum ótakmarkað frelsi á
öllum sviðum. Það er jafnan
fyrsta svarið, sem ég fæ. Einn-
ig er það kunnara en frá þurfi
að segja, að lýðskrumarar allra
landa nota það orð sem slagorð,
þegar ginna þarf lýðinn.
Takmarkaluust lýðfrelsi hróp-
uðu Frakkar fyrstir þjóða og
stofnuðu jafnframt til mikillar
byltingar til þess að brjóta af
sér einveldisfjötrana. Þegar ég
las mannkynssögu, þótti mér
vænt um Frakka fyrir það
framtak og virði þjóðina enn
fyrir það. Svo valt á ýmsu fyrir
Frökkum um lýðfrelsið, eins og
sagan greinir frá. Nú hefur
það um margra ára skeið verið