Blik - 01.05.1962, Side 6
4
B L I K
ekki mælt í mót með nokkuru
viti, að áfenglsneyzlan stór-
skaðar þjóðarheildina, bæði
sálarlega og fjárhagslega, og
skerðir virðingu hennar, bæði
sjálfsvirðingu og virðingu ann-
arra þjóða fyrir henni.
íslendingar eru yfirleitt tald-
ir vera skynsöm þjóð. Af heil-
brigðri skynsemi og raun-
hyggju lögleiddu þeir á sínum
tíma áfengisbann í landinu. En
andbanningar íslenzkir fe'ngu
því kollvarpað í samráði við
erlenda áfengissala, sem fengu
ríkisstjórnir sínar til að hóta
stöðvun á kaupum á íslenzkum
saltfiski, ef ekki yrði aftur opn-
aður áfengismarkaður á Is-
landi. Þessa leið reyndu Eng-
lendingar einnig að fara til þess
að kúga okkur og sigra í land-
helgismálinu. En þá létum við
ekki bugast, heldur leituðum
við annarra markaða fyrir af-
urðir okkar. Þá fannst heldur
enginn Islendingur, sem réðist
aftan að sinni eigin þjóð.
Eftir verzlunarmannáhelgina
svokölluðu á s.l. sumri, virtust
opnast augu manna fyrir því,
hversu mjög áróðursmönnum
áfengisneyzlunnar í landinu
hefur orðið vel ágengt á undan-
förnum árum. Um þessa helgi
fóru hópar unglinga til að
skemmta sér, eins og það er
kallað, út á landsbyggðina. Frá-
sagnir blaðanna af samkomum
þessum voru vægast sagt ó-
hugnanlegar. Þar gaf að lesa
þessar fyrirsagnir t. d.: ,,Nýtt
met í villimennsku,“ „Æpandi
ungmenni æddu um skóginn og
þömbuðu brennivín", „Skríls-
æði“, „Hrikaleg hópdrykkja“,
„Hvers vegna allt þetta ógur-
lega svall?“ Og svo lýsingarn-
ar í blöðunum: „Á sunnudags-
rnorguninn lágu samkomugestir
eins og hráviði hingað og þang-
að um skóginn, og hófst
drykkjan að nýju, þegar þeir
vöknuðu“. „Meiri hluti ungling-
anna 14—17 ára. Mikið um á-
flog, veltingar og máttlaust
tusk, org og hávaða og spýjur
á almannafæri“. „Hundruð
marma voru þannig á sig kom-
in“. Þetta sögðu blöðin. Og eitt
blaðanna virðist finna til með
þjóðarheildinni. Það segir:
„Slík framkoma fjölda fólks
setur ómenningarstimpil á þjóð-
ina í heild. Sá hópur er rauna-
lega stór, sem ekki getur
skemmt sér án þess að nálgast
stig skynlausrar skepnu“. Tak-
ið eftir síðustu orðum þessa
blaðamanns: „Nálgast stig
skynlausrar skepnu“. Hér er
sagt óbeint, að skynlaus skepna
geti verið ennþá verri í háttum
sínum en þessi drykkjuskríll.
Hvaða leyfi höfum við menn-
irnir til þess að bera slíkan ó-
hróður á skynlausar skepnur?
Hvenær sýna skynlausar skepn-
ur af sór slík ósköp sem þetta
fólk, er blöðin greindu frá eft-