Blik - 01.05.1962, Page 7
B L I K
5
ir verzlunarmannahelgina ? —
Út af fyrir sig eru það skelfileg
mannorðsspjöll við verzlunar-
mannastéttina íslenzku, jafn
mætt fólk, að vera kennt við
alla þessa ómenningu og skríls-
æði, sem er neðar öllu villidýrs-
æði. Mér verður sérstaklega
hugsað til þessa ágæta fólks,
þegar óskapafréttir þessar eru
lesnar á erlendum vettvangi, og
ef til vill endursagðar þar.
Hvað haldið þið þá, nemendur
mínir, að erlendir blaðalesendur
hugsi um íslenzka mennin'gu?
Vissir menn í landinu hafa
um árabil haldið uppi látlaus-
um áróðri fyrir neyzlu áfengra
drykkja. Því miður er nokkur
hópur íslenzkra blaðamanna
einnig með þessu marki brennd-
ur. Sá áróður er fyllilega í sam-
ræmi við þann vanþroska og
ábyrgðarleysi, sem kyn-óra-
blaðsíður sumra dagblaðanna í
landinu gefa til kynna um
hnignandi blaðamannastétt,
þrátt fyrir marga afburðamenn
innan hennar, — menn, sem
skilja fyllilega hið ábyrgðar-
nnkla hlutverk sitt í ríkri á-
hrifastöðu um hugsun, gjörðir
og alla mienningu þjóðarheild-
arinnar.
Eftir þessa umræddu verzl-
unarmannahelgi spurðu ýmsir
blöðin, hvað hægt væri að gera
td bóta á allri þessari skríl-
mennsku. Svar eins blaða-
mannsins er mér í minni sér-
staklega. Hann taldi fyrstu úr-
bæturnar þær, ,,að minnka á-
hrif þeirra manna og þess fé-
lagsskapar, sem einn þykist búa
yfir patentlausn á málinu“ eins
og blaðamaðurinn orðar það á
sína þjóðlegu vísu. Hvaða menn
og 'hvaða félagsskap er hér átt
við? Þeir, sem lesið hafa áður
skrif þessa sama blaðamanns
um áfengismálið, þetm dylst
það ekki, að hér á hann við
okkur bindindismenn og bind-
indisfélagsskapinn í landinu.
Það er beint fram hryllilegt
að hugleiða annað eins hatur
og ofstæki, eins og þessi orð
blaðamannsins sanna, og því
fremur sem þessi blaðamaður
skrifar í víðlesið dagblað, sem
tekið er mikið tillit til og hefur
rnarga kaupendur. Þessir áróð-
ursmenn mega vissulega sigri
hrósa yfir okkur bindindis-
mönnum og málstað okkar,
þegar ávextirnir af skrifum
þeirra koma svo berlega í ljós
eins og um verzlunarmanna-
helgina á hverju ári.
Nei, ég minnist þess ekki að
hafa nokkru sinni lesið önnur
eins ofstækisskrif sem þessi og
kynnzt öðru eins hatri á bind-
indisstarfinu í landinu. Af því
sprettur svo óbilgirnin, sem á
sér engin takmörk.
Með sama rétti ætti að mega
halda því fram, að ég með
persónulegu bindindi mínu og
beinu og óbeinu bindindisstarfi