Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 8
6
B L I K
með æskulýð þessa bæjar, síð-
an ég fluttist hingað, leiddi
unglingana til áfengisnautnar.
Þá ætti það að vera mín sök
m. a. öll sú óhamingja, sem
Eyjabúum mörgum hverjum
stafar af áfengisnautn í dag.
Mig ætti þá m a. að saka um
það, að Eyjabúar eiga nú í upp-
vexti ekki færri en 5—8 róna-
efni, ungmenni, sem ekki er
annað sjáanlegt en að verði
þjóðfélaginu til byrði og van-
virðu, þá aldur færist yfir þau.
Ennþá eru það aðeins heimilin
og bæjarfélagið, sem líða fyrir
öll þau mistök. Eftir því ætt-
um við bindindismenn að vera
valdir að allri þeirri ógæfu,
sem steðjar að sumum 'heimil-
um í bænum sökum áfengis-
nautnar: ófriði, skorti, hjóna-
skilnaði og fyrirsjáanlegri ó-
gæfu sumra barna, sem alast
þar upp.
Ég lýsi yfir samúð með öllu
þessu óhamingjusama fólki.
Það hefir notið frelsis til að
velja og hafna í lífinu. Sumt
af þessu fólki segist vera trúað
fólk og trúa á handleiðslu for-
sjónarinnar. Ekkert skal ég um
það segja. En auðsjáanlega
hafnar það henni, þegar velja
skal. Það ber sínar sandbyrðar
látlaust og hlýtur að uppgötva
fyrr eða síðar, hvert hann renn-
ur. Ég óttast aðeins, að þá
verði það um seinan.
Það er annars raunalegt að
hugsa til þess, hvernig mikill
fjöldi manna fer út úr viðskipt-
um sínum við Bakkus, oft bezta
fólk, sem lætur glepjast í vali
sínu, og tapar svo öllu að lok-
um. Upphaf ógæfunnar er oft-
ast það, að áróður áfengisneyt-
endanna, hvort sem þeir eru
spilltir unglingar eða eldri,
megnar að tæta sundur viljalífið
og dómgreindina hjá hinum,
svo að varanleg ágæfa 'hlýzt af.
Já, áróðursmenn vínsins og
aðrir þjónar Bakkusar í land-
inu mega sannarlega sigri
hrósa yfir okkur bindindis-
mönnum, enda er allt niðurrif
auðveldara en hitt. Ávextimir
af sigmnum em áþreifanlegir.
Ekki em mörg ár síðan ég
hlustaði á einn af hinum sára-
fáu drykkjumönnum eða rón-
um í kennarastéttinni íslenzku
fá aðstöðu til að flytja allri
þjóðinni fagnaðarboðskap
Bakkusar á öldum ljósvakans.
Annar háskólaborgari greiddi
götu hans. f þeirri ræðu eða
samtali var drykkjuskapur lof-
aður hástöfum og áhrifin dá-
sömuð. Nokkrum dögum síðar
henti ungan mann á Akranesi
sú ógæfa, að bana stúlku í
ölæði. í hugskoti mínu gat ég
lengi vel ekki slitið hugsunina
um þennan voðaatburð frá
minninu um áróðurs-samtal há-
skólaborgaranna, sem ég hlust-
aði á í útvarpinu. Atburðurinn