Blik - 01.05.1962, Síða 10
8
B L I K
framtíð gæti beðið þeirra, ef
þau veldu þann veginn, þó að
í smáu væri fyrst í stað. Nú
var sem allt umhverfi ritsins
ætlaði af göflunum að ganga.
Menn hneyksluðust óskaplega,
og mest þeir auðvitað, sem
fundu til síns andlega skyld-
leika með drykkjumanninum
og vissu sig ganga með sama
sjúkleikann. Hér var það sem
sé hneykslanlegt, að sýna ung-
menninu fram á þann veg, sem
það mátti ekki ganga. Sá áróð-
ur snerti of marga, sem feta
veginn nauðugir viljugir og siá
sitt óvænna í vanmætti sínum.
Með mestri 'háværð hneykslað-
íst þó maðurinn, sem oftast
mun hafa keypt atkvæði
drykkjumannsins á kosninga-
dag við glasi af áfengi. Þetta
ei ein myndin af okkur mann-
skepnunum.
Ég vissi það fyrir löngu, sem
drykkjumannskona sagði við
mig á s.l. sumri. Hún sagði:
,,Ég veit það, Þorsteinn, að á-
fengisástríðan er sálsýki".
Aldrei stóð það ljósar fyrir
mér en þá, hvað hún hefur
þurft að líða í löngu hjóna-
bandi og allt fyrir sjálfskapar-
víti, sem hófst í léttúð og löng-
un til „að vera með“ aðeins að
vera með og „löngun til að
sýnast maður með mönnum,“
eða á ykkar máli, nemendur
mínir: „vera ekki pelabörn
lengur". Þessi óheilbrigða til-
finning fyrir sjálfum sér, sem
oft leiðir ungmennið að „fyrsta
glasinu“, verður að ævilangri á-
þján, sandburði á Kleppi mann-
lífsins, sem fjölda margir, kon-
ur og börn sérstaklega, verða
að líða fyrir langa ævi.
Allt þetta skiljið þið, nem-
endur mínir, og hafið skrifað
um á skynsamlegan hátt í rit-
gerðum ykkar í vetur. Fyrir það
er ég ykkur þakklátur eins og
svo margt annað í samstarfinu
í skólanum.
Aðeins þetta að lokum: Við
komumst stundum svo að orði,
að ógæfan elti menn. Þetta er
ekki allskostar rétt til orða
tekið. I mannlífinu eru það allt
of margir, sem elta sjálfir ó-
gæfuna og verða af þeim sökum
óhamingjusamir. Það er þeirra
eigið sjálfskaparvíti. Ég finn á-
vallt til með þessu fólki. Það á
vissulega bágt, þó að erfitt sé
að hjálpa því.
I hreinskilni sagt eruð þið
svo efnilegur og mannvænleg-
ur æskulýðs’hópur, að ekkert
ykkar rná verða óþurftaröflum
þjóðfélagsins að bráð. Látið
aldrei ginnast. Valið er í ykkar
hendi. Þið hafið bæði nóg vit
til brunns að bera og nóg
manngæði hafið þið hlotið í
vöggugjöf til þess að verða
gott fólk og gagnlegt þjóðfé-
laginu okkar. Manndómurinn
segir til sín, þegar á hólminn
kemur. Þ. Þ. V.