Blik - 01.05.1962, Page 19
B L I K
17
unum með svonefndum grefl-
um. Síðar var sú aðferð bönn-
uð. Fyrir hundrað árum var
fýlaveiðin samkvæmt tíund 22
þús. fuglar, en lundaveiðin um
200 þús. Höfðu menn drjúgar
tekjur af fuglinum, auk þess
sem jafnan voru miklar birgðir
af söltuðum fugli. Á betri heim-
ilum þótt ekki við hæfi, að eiga
öllu minna en tvo kagga af
fugli, þá er nýtt veiðitímabil
hófst.
Það lætur að líkum, að menn-
ingarlíf hafi verið fremur fá-
tæklegt í þessari eyjabyggð,
sem var svo einangruð frá sam-
skiptum við annað fólk, að sam-
göngur tepptust stundum svo
Jíiánuðum skipti. Var þá
kannski oftar en góðu hófi
gegndi gripið til til þeirra gullnu
Veiga „sem lífga sálaryl", ef
eitthvað draup úr lekabyttu
úangka kaupmannsins. Vín var
ódýrt í þá daga, kostaði 19
skildinga potturinn. Til saman-
burðar má nefna, að tólgar-
pundið kostaði þá 20 skildinga.
Búðarstöður voru miklar og lítt
fallnar til aukins þroska. Þó er
talið, að þessi ósiður hafi tals-
vert lagzt niður, er sá danski
sýslumaður Kohl stofnaði Her-
fylkingu Vestmannaeyja. Kohl
lét reisa þinghús, hið fyrsta í
Eyjum. Var fangageymsla í öðr-
Um enda þess. I þessu húsi voru
geymdar bækur nokkrar, her-
fylkingarmönnum til andlegrar
upplyftingar. Er talið, að þar
hafi verið fyrsti vísir að bóka-
safni í Eyjum.
Séra Jón Austmann segir í
sóknarlýsingu sinni, að siðferði
sé miður gott, en fari batnandi,
t. d. 'hafi víndrykkja við eða í
kirkju lagzt niður. Hinsvegar
var almenn menntun ekki á
marga fiska. Um 1862 fór tala
ólæsra barna á -aldrinum 10—12
ára hækkandi. Það ár voru 13
börn læs innan 10 ára aldurs,
en 148 ólæs. Næsta ár voru 30
af hundraði íbúanna ólæsir, en
svo fór þetta batnandi. Árið
1884 voru ekki nema tæp 12%
ólæsra. Má þakka þann góða
árangur elju séra Brynjólfs á
Ofanleiti og án efa hefur lestr-
arfélagið hvatt til aukinnar
lestrarkunnáttu. Árið 1873 voru
151 skrifandi, en 419 óskrifandi.
Þótt lífið væri harla tilbrigða-
lítið tun þessar mundir, er þó
talið, að fjör og glaðsinni hafi
verið vonum meira. Menn
skemmtu sér við heimboð, spil
og tafl, lundaveizlur, fýlaveizl-
ur, að ógleymdum brúðkaups-
veizlunum, sem voru mikill við-
burður fyrir þá, sem voru svo
heppnir, að vera meðal hinna
útvöldu. Þá má nefna álfa-
brennurnar um þrettándann og
sjónleiki. Leikstarfsemi hófst í
Eyjum um 1860, að frumkvæði
séra Brynjólfs. Var þá fiskhúsi
Brydes kaupmanns breytt í
leikhús. Sjónleikir Sigurðar Pét-