Blik - 01.05.1962, Page 23
B L I K
21
taka, en vafalaust hafa ein-
hverjir orðið utangarðs vegna
fátæktar. Tillag hvers og eins
er ærið misjafnt. Hefur ekki
verið unnt að fylgja eftir á-
kvæðinu um lágmarksframlag.
Bryde kaupmaður greiðir mest,
20 rd., sem var mikið fé á þeim
tíma. Sýslumaður og sóknar-
prestur leggja fram 10 rd. hvor,
greitt í bókum, næst kemur fé-
lagsmaður með 8 rd. virði í
bókum, tveir borga 5 dali 'hvor,
báðir danskir, þrír borga 2 dali
og fimm leggja fram 1 dal hver.
Átta borga 48 skildinga hver
°g fjórir 32 sk. Bókbindarinn
rekur lestina með 42 sk. fram-
lagi greiddu með bókbandi.
Þar sem svo vel vill til, að
listinn með nöfnum hinna
fyrstu meðlima lestrarfélagsins
er enn varðveittur, þykir rétt
að birta hér nöfn þeirra. En
þar sem forgöngumennirnir
tveir, Bjami sýslum. og séra
Brynjólfur, koma mjög við sögu
meðan þeirra naut við hér, verð-
ur þeim gerð nokkur skil í tveim
næstu köflum.
Jóhann Pétur Thorkelin
^ryde, einn af þrem aðalstofn-
endum, f. í Danska Garði
(Kornhól) 10. sept. 1831. Faðir
hans var Niels N. Bryde. Hann
yar íslandskaupmaður um 5
ártuga skeið, átti verzlanir víða
um land og var fremur vel
þokkaður af landsmönmun.
Sonurinn. J. p. T. Bryde, oftast
J. P. T. Bryde, selstöðukauprnaður.
kallaður Pétur Bryde, erfði
Garðsverzlun, en eftir 1870
dvaldi hann lengstum í Khöfn.
J. P. T. Bryde var hlyntur
nýbreytni, sem til framfara
horfði; þó varla í verzlun. Ber
því m. a. vitni, hið óvenjumikla
framlag hans til lestrarfél.
Hann gerði fyrstu tilraun með
trjárækt í Eyjum árið 1856;
gróðursetti trjáplöntur í Daln-
um og nefndi Þórulund, til
minningar um konu sína.
Talið er, að hann hafi útvegað
fyrsta lundaháfinn til Eyja