Blik - 01.05.1962, Page 24
22
B L I K
(1875). Þá gaf Bryde nýtt org-
el í LandaJkirkju (1877).
Bryde var kosinn heiðursfé-
lagi lestrarfélagsins á aðalfundi
þess 13. júní 1863, „sem mikill
velgerðarmaður félagsins." —
Bryde lézt í Khöfn 13. apríl
1910.
Wilhelm Thomsen, verzlunar-
stjóri í Godthaab, var fæddur
1844. Var hafnsögumaður um
skeið og settur sýslumaður
1871 í fjarveru Bjarna E.
Magnússonar. Var kosinn í
stjóm Skipaábyrgðarfélagsins
við brottför sýslumanns. Thom-
sen var talinn starfsmaður mik-
ill, en óreglusamur. Hann strauk
til Ameríku 1873 vegna sjóð-
þurrðar við verzlunina.
Helgi Jónsson í Komhól var
ættaður úr Vestur-Landeyjum.
Hann var góður bóndi og hinn
mætasti maður. Kona hans var
Steinunn, dóttir Jóns Brands-
sonar í Hallgeirsey. Helgi
drukknaði við Elliðaey í júlí
1864.
Jóhann Pétur Bjamasen var
fæddur 1835, Skagfirðingur að
ætt. Kona Péturs var Jóhanna,
dóttir Rasmussens skipstjóra
og Johanne Roed, kölluð madd-
ama Rúð. J. P. Bjarnaseri var
verzlunarstj. í Garðinum. Með-
al bama hans var Anton, sem
síðar kemur mjög við sögu lestr-
arfélagsins. Jóhann Pétur
Bjarnasen lézt 1869.
Gísli Bjamasen, bróðir Jó-
hanns Péturs, f. 1837. Verzlunar-
stjóri í Juliushaab og um skeið
við Garðsverzlun. Gísli var
merkur maður og vel látinn.
Hann hætti verzlunarstörfum
og gerðist bóndi á Vilborgar-
stöðum. Árið 1883 flutti hann
til Kaupmannahafnar og starf-
aði þar að bóksölu. Þar lézt
hann fáum árum síðar. — Áður
en Gísli kvæntist, átti hann son,
er Gísli hét; hann var faðir
Jóns útgerðarmanns að Ármóti.
C. Bohn var verzlunarstjóri í
Vestmannaeyjum. Hann andað-
ist þar 29. jan. 1863 og var
jarðsettur í Landakirkjugarði.
Um sumarið var hann grafinn
upp og fluttur til Khafnar. Ekki
er kunnugt um nánari æviatriði.
Magnús Pálsson bóndi á Vil-
borgarstöðum. Hann lézt á ferð
í Landeyjum árið 1869. Kona
hans hét Oddný Þórðardóttir.
Þau hjón áttu tvær dætur, er
fluttu til Ameríku og eiga þar
afkomendur.
Páll Jensson bóndi á Búastöð-
um var elzti félaginn í lestrar-
félaginu, fæddur 1797. Páll var
ættaður úr Fljótshlíð. Kona
hans var Gróa Gunnarsdóttir,
fædd sama ár og Páll. Hún var
úr Austur-Landeyjum. Þau
hjón áttu eigi afkomendur, en
ólu upp tvö fósturbörn. Páll var
e'kki lengi í félaginu, mun hafa
andast fyrir 1870.
Brynjólfur Halldórsson var á
sinni tíð þekktur bóndi í Norð-