Blik - 01.05.1962, Side 26
24
B L I K
Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja
1957).
Stefán Austmann var sonur
séra Jóns Austmanns, f. í Vest-
mannaeyjum 1829. Hann bjó að
Draumbæ. Kona Stefáns var
Anna Benediktsdóttir ljósmóðir,
merk kona. Var Stefán fyrsti
maður hennar, en hún var þrí-
gift. Stefán drukknaði í fiski-
róðri 13. marz 1874.
Jón Austmann í Þorlaugar-
gerði var bróðir Stefáns. Jón
var fæddur 1814. Bjó alllengi að
Þorlaugargerði. Annars var
hann beykir að iðn, lærði er-
lendis. Jón Austmann lézt árið
1888.
Guðni Guðnason var bóndi
að Dölum. Guðni lézt árið 1875.
Sveinn Þórðarson beykir á
Löndum. Hann var undirforingi
í Herfylkingu Vestm.eyja.
Sveinn var sonur Þórðar prests
að Kálfafelli. Kona Sveins hét
Helga Árnadóttir. Sveinn flutti
með f jölskyldu sína til Ameríku
árið 1878.
Ámi Einarsson bóndi á Vil-
borgarstöðum, 'hreppstjóri og
alþingismaður. Árni var merk-
ur fróðleiksmaður. Hann var
formaður og þótti veðurglöggur
svo að af bar. — Kona Árna
var Guðfinna Jónsdóttir Aust-
manns, prests að Ofanleiti.
Meðal barna þeirra hjóna var
Sigfús, póstafgreiðslum. og al-
þingismaður, Lárus stúdent og
Kristmundur, er fluttust til
Bandaríkjanna. Árni Einarsson
lézt árið 1899.
J. V. Thomsen, sem er skráð-
ur nr. 23 í félagsskránni, mun
vera Jes V. Thomsen, er var
verzlunarstjóri í Godthaab.
Kona Jes Thomsens var Jó-
hanna Karólína, ekkja Péturs
Bjarnasen.
Jón Salómonsson verzlunar-
stjóri og hafnsögumaður, sonur
Jóns kaupmanns Salómonsen
frá Kúvíkum. Jón var bróð-
ir Ragnheiðar, konu séra Brynj-
ólfs Jónssonar og Jóhönnu, konu
Abels sýslumanns. Kona Jóns
var Jórunn, dóttir séra Jóns
Austmanns. Jón var flokksfor-
ingi og vopnasmiður Herfylk-
ingarinnar. Hann lézt árið 1872.
Kristján Magnússon verzlun-
arstjóri var fæddur 1830, að
Nýjabæ. Foreldrar Kristjáns
voru Skaftfellingar. Kristján
var verzlunarstjóri við Godt-
haabsverzlun til ársins 1862.
Hann var dugnaðarmaður; átti
þá enginn meiri skipakost í
Eyjum. Kristján lézt árið 1865.
Kona hans, er var dönsk, flutt-
ist þá til Khafnar með syni
þeirra hjóna tvo. Varð annar
þeirra, Christian að nafni,
þekktur maður í Danmörku,
forstjóri margra vátrygginga-
félaga 1 Kaupmannahöfn.
Sigurður Torfason hrepp-
stjóri, Búastöðum, var fæddur
að Neðra-Dal undir Eyjaf jöllum
14. febrúar 1822. Kona Sigurð-