Blik - 01.05.1962, Side 28
26
B L I K
Bjarni E. Magnússon, sýslumaður.
Khafnar og lauk embættisprófi
í lögfræði 1860 með I. einkunn.
Þetta segir Gröndal í kunn-
ingjabréfi: „Bjami Magnússon
er að taka jus; hann er búinn
með það skriflega, og var svo
mikið, að þrettán dónar voru
30 daga að bera það upp á loft-
ið í Garnisonkirkjunni, þar á að
rannsaka málið og eru fimm eið-
svarnar níumannanefndir al-
vopnaðar settar til að rita láð á
hrygginn á Bjarna með bryn-
tröllum.“
Um haustið kvæntist Bjarni
Hildi Solveigu, dóttur þjóð-
skáldsins Bjama Thorarensen.
Ungu hjónin sigldu til Dan-
merkur það haust og bjuggu
þar um veturinn.
Bjarna var veitt Vestmanna-
eyjasýsla 18. febrúar 1861. Þar
var hann sýslumaður í 11 ár,
en 24. júlí 1871 var honum
veitt Húnavatnssýsla. Flutti
hann norður þangað vorið 1872
og bjó að Geitaskarði. Hann
varð bráðkvaddur 25. maí 1876.
Börn þeirra Hildar voru: Guð-
mundur Scheving, héraðslæknir
í Hólmavík, f. 1861 í Vestm., d.
24. jan. 1909; Ást'hildur Herdís,
f. 1872 í Vestm., dó ung; Brynj-
ólfur bóndi í Þverárdal, f. 1865
í Vestm., d. 1928; Páll Vídalín,
f. 1873 í Geitaskarði, sýslumað-
ur í Stykkishólmi, d. í Rvík
1930.
Hildur Solveig, kona Bjarna,
var fædd 31. ágúst 1835. Hún
var merk kona. Fyrirmannleg
var hún, og sópaði að henni
jafnan. Um hana hefur verið
sagt, að hún hafi lagt öllum
gott til í bak og brjóst og hún
særiði engan, þótt lífið hefði
sært hana sárum, er hvorki
læknir né tími fengi grætt. Frú
Hildur dvaldi lengi hjá Brynj-
ólfi syni sínum í Þverárdal, en
á efri árum fluttist hún til Páls
sonar síns í Stykkishólm og þar
andaðist hún árið 1915.
Bjama E. Magnússyni er svo
lýst, að hann 'hafi verið glæsi-
menni í sjón og reynd. „Full-
kominn meðalmaður á vöxt og
vel vaxinn, vel fallinn í andliti
og gæfumannlega fyrirmann-
legur í yfirbragði, en jafnframt
hvatlegur, góðlyndur og glað-
lyndur, léttur og ör í skapi,
vel máli farinn, ljúflyndur í
allri framgöngu, en þó einarður