Blik - 01.05.1962, Page 29
B L I K
27
vel, háttprúður í dagfari, hrein-
skiptinn og guðrækinn. Rögg-
samur í embættisfærslu og stóð-
ust dómar hans yfirleitt fyrir
Hæstarétti. Hann var skyldu-
rækinn og skjótur til fram-
kvæmda, reglusamur, frjáls-
lyndur og framsækinn og vildi
öllum til liðs vera.“
Áður hefur verið drepið á,
hvernig umhorfs var í Eyjum
er B.E.M. fluttist þangað. Að-
koman var ömurleg. Þar voru
ærin verkefni fyrir framsækinn
mann, enda lét Bjarni ekki við
það sitja, að rækja embættis-
störfin ein.
Vinur þeirra hjóna, þjóð-
skáldið Matthías Jochumsson,
heimsækir þau fyrsta árið í
Eyjum. í fylgd með honum var
enskur maður, Sharpe kvekara-
prestur. Fóru þeir austur í
Mýrdal, en í Landeyjum lögðu
þeir lykkju á leið sína, brugðu
sér til Eyja, þar sem þeir voru
tepptir í fimm daga hjá Hildi
°S Bjarna, sem tóku þeim
tveim höndum. Matt'hías hafði
lagt hug á Hildi vestur í Flatey,
en vandamenn hennar hindrað,
að þau næðu saman. ,,Þeim
líður dável“, segir Matthías.
"Eyjarnar eru dáfallegar, og
mjög björgulegt, því fuglinn er
ógrynni. Bjarna þykir hægt að
beita réttvisinni í Eyjum, enda
en hann þar einvaldari en víðast
annarsstaðar, því þar liggur
allt fyrir höndum honum.“
Árið 1862 var Skipaábyrgð-
arfélagið stofnað fyrir forgöngu
sýslumanns. Áður hafði eitt
slíkt félag verið stofnað á land-
inu (á ísafirði). Sjálfur annað-
ist sýslumaður bókhald og all-
an rekstur félagsins, meðan
hann bjó í Eyjum. Hann hafði
og á hendi eftirlit með fiski-
skipum, vandasamt starf. Eitt
sinn bar svo við, að franskt
fiskiskip standaði við Eyjar.
Kom þá vel í ljós mannúð
Bjarna og hjálpsemi. Hlaut
hann viðurkenningu Frakka-
keisara fyrir frábæra aðstoð
við skipbrotsmenn. Á vissan
hátt beitti hann sér fyrir
slysavörnum. Skipaði hann
nefnd til þess að athuga, hvort
innsiglingin mundi ekki vera
orðin hættuleg vegna sand-
grynninga.
Bjarni hafði með höndum
umboð jarða í Eyjum, samkv.
byggingarlögum frá þeim tima,
er Vestmannaeyjar heyrðu
undir Mikjálsklaustur í Noregi.
Hvatti hann bændur mjög til að
auka túnræktina og lofaði íviln-
un í greiðslu landsskuldar. Áður
höfðu fyrirrennarar hans, Abel
og Kohl, stranglega bannað
stækkun túnanna á þeim for-
sendum, að ekki mætti skerða
haglendið. Voru ýmsir bændur
sama sinnis og snérust önd-
verðir gegn ræktimarstefnu
Bjarna. Árið eftir að Bjarni
flutti til Eyja útvegaði hann