Blik - 01.05.1962, Page 30
28
B L I K
bændum hafrafræ og seinna
grasfræ. Var þetta mikil nýung.
I þann mund er Bjarni kom
til Eyja, var aflatregða mikil,
sem þó fór vaxandi næstu ár.
Árið 1868 bættist það ofaná,
að bændur misstu % fjárins.
Vertíðarhlutir voru þá 50 fisk-
ar. 1869 beitti hann sér fyrir
því, að Eyjabúar fengju hlut af
gjafakomi, sem þá var úthlut-
að. Þá hvatti hann til aukinnar
matjurtaræktar. Á fiskileysis-
árunum vann sýslumaður að
því, að þilskip yrði keypt til
fiskveiða. Var tilraun gerð, en
gafst ekki vel.
Árið 1870 útvegaði sýslumað-
ur 500 rd. styrk til atvinnubóta-
vinnu, svo bætt yrði úr sárustu
neyð þeirra fátækustu. 60 menn
fengu vinnu við ræktun Nýja-
túns; líkast til fyrsta atvinnu-
bótavinna á Islandi. Næsta ár
fékkst sama fjárveiting í
þessu skyni, en þá neituðu
bændur að láta meira af hag-
lendi undir tún.
Þá skal þess getið, að fyrir
atbeina Bjarna sýslumanns
vom veittir 600 rd. til bygging-
ar þinghúss og fangageymslu
í Eyjum.
I Vestmannaeyjum var stofn-
aður fyrsti barnaskóli á Islandi
1745, en lagðist niður. Bjarni
sýslumaður hóf snemma atlögu
að stjómarvöldunum um stofn-
un barnaskóla. Sjálfur kenndi
hann unglingum endurgjalds-
laust ýmsar námsgreinar.
Sýslumaður vildi koma á fót
skóla í Landlyst, en þar var þá
sýsluskrifstofan og bókasafnið.
Stjórnarvöldin tóku ekki illa í
málið, en hummuðu fram af sér
framkvæmdir.*
Þess er áður getið, að Bjarni
Magnússon beitti sér fyrir
stofnun lestrarfélags í Eyjum á
öðm dvalarári. Hann vildi ekki
aðeins bæta hag fólksins efna-
lega: honum lá ekki síður á
hjarta að efla andans mennt.
Það er vissulega að vel athug-
uðu máli, að hann hefur for-
göngu um stofnun lestrarfélags-
ins. Hann einn hafði reynsluna
af slíkum félagsskap, og það
var góð reynsla. Hann ólst upp
í Flatey og Skáleyjum, undir
handarjaðri forvígismanna
fyrstu lestrarfélaganna á Is-
landi. Bókasafn Flateyjarstift-
unar var fyrsta almennings-
bókasafn á Islandi, stofnað 1836
fyrir atbeina hins merka hug-
sjónamanns, séra Ólafs Sivert-
sen. Gáfu prestshjónin 100
bindi bóka til safnsins og 100
rd. í reiðufé. Árið 1790 'hafði að
vísu verið stofnað „Ens Is-
lenska Suðurlands Bókasöfnun-
ar og lestrarfélag“ en það var
félag embættismanna; lagðist
félagið niður skömmu eftir
1800.
* Bátaábyrgðarfél. Vestmannaeyja
1862—1937, bls. 190—108. Blik,
1959.