Blik - 01.05.1962, Side 36
34
B L I K
Stórasand. Innbúið eða megin-
hluti þess var sent með haust-
skipi til Kaupmannahafnar og
kom upp með vorskipi til Skaga-
strandar.
Ekki er vitað með fullri vissu,
hvað olli brottför Bjarna sýslu-
manns úr Eyjum, en menn
ætla, að ýmsar samslungnar or-
sakir hafi legið til þessa. Launin
voru lág og hluti af tekjum
sýslumanns skyldi vera 2 fiskar
af hundraði, en lítt mun sá
skattur hafa drýgt tekjurnar á
þessum aflaleysisárum, og varla
ríkt eftir gengið. Þá var og
ætlað, að frú Hildur hafi aldrei
fest yndi í Eyjum. Ekki er ólík-
legt, að einangrunin hafi átt
illa við svo athafnasaman mann
sem Bjarni var. Hefur honum
trúlega þótt verksviðið þröngt.
Sýslumannsfjölskyldan bjó í lé-
legu húsnæði, Nöjsomhed. Hús
þetta var reist 1833, illa byggt í
upphafi, en ekki bætti úr skák,
að viðhald var ekkert og hélt
húsið hvorki vindi né vatni.
Bryde kaupmaður átti húsið, en
vildi selja og því ógjarna leggja
fé í viðhald þess.
Sýslumaður hafði árið 1866
sótt um 800 rd. lán til bygg-
ingar íbúðarhúss, en stjórnar-
völdin sinntu ekki umsókninni.
Þetta síðasta og hitt að auki,
mundi kannski hafa mestu ráð-
ið um búsetuskiptin.
Og þá mundi ekki annað ó-
gert hjá yfirvaldinu en skila
af sér og kveðja.
Sýslumaður ski'laði af sér
reikningum og öðrrnn gögnum
lestrarfélagsins 1. júní 1872 til
M. Aagaards, er tók við sýslu-
mannsembættinu, en ekki séra
Brynjólfs, sem var þó með-
stjórnandi í lestrarfélaginu.
Léttur var sjóður félagsins, sem
von var, en skuldlaust var það
og vel það. Bókaeignin var 600
bindi, að mestu úrvals bækur;
var það vel á haldið eftir aðeins
10 ára starf. Sýslumaður
greiddi 4 rd. árstillag fyrir árið
1872, um leið og hann hætti
störfum. Og endurgjaldslaust
hafði hann unnið við safnið frá
stofmm þess.
Bjarni E. Magnússon kveður
nú þessar fögru eyjar og íbúa
þeirra. Hann veit, að hann muni
sakna margs er 'hann hverfur
á brott, og Eyjarbúar munu
sakna síns röggsama yfir-
valds og foringja í andlegum
og veraldlegum málum. I
kveðjuræðu sinni (þingloka-
ræðu) segir hann meðal annars:
„Ég hef of lítið getað gert og
er dimmt og dökkt fyrir sjón-
um, en huggun er, að Vest-
mannaeyjar á þessu tímabili
hafa tekið eigi litlum framför-
um í ýmsum greinum, jarðabæt-
ur, kálgarðarækt, vegabætur og
húsabyggingar, sem á síðari
tímum hafa tekið miklum fram-
förum og sýna góðan smekk