Blik - 01.05.1962, Side 39
B L I K
37
búa og menningu. Sóknarlýs-
ingu Vestmannaeyja skrifaði
hann að tilhlutan Bókmennta-
félagsins, hið merkasta rit, er
kom út 1873 og aftur 1918 í út-
gáfu Fræðafélagsins.
Séra Brynjólfur þótti góður
kennimaður og siðavandur al-
vörumaður. Árið 1873, er Mor-
mónatrúboðar frá Utah voru
sendir til Eyja, hóf hann harða
baráttu gegn þeim. Kærði hann
trúboðana fyrir sýslmnanni og
kirkjustjórn og varð af mikið
málaþóf. Varð „Síðustudaga
heilögum" nokkuð ágengt í
Eyjum. Féll presti það mjög
þunglega, en fékk lítið að gert.
Séra Brynjólfur var þing-
maður Vestmannaeyja 1859 og
1863. Ekki þótti hann áhrifa-
maður á þingi að sama skapi og
heima í héraði. Þess er þó vert
uð minnast, að hann var annar
Þjóðkjörinna þingmanna, sem
^ylgdi lækningastefnu Jóns Sig-
urðssonar í fjárkláðamálinu.
Sveinn Skúlason segir um séra
Brynjólf í palladómum um al-
þmgismenn 1859, að hann sé
>,nettur maður og kurteis. Hann
talar alilangt, en framburður-
inn er ekki viðfeldinn, lágur og
n°kkuð gamaldags prestlegur.“
^egar séra Brynjólfur hafði
verið forstöðumaður lestrarfé-
iugsins eitt ár, boðaði hann til
aðalfundar 13. júní 1875. Höfðu
Þá aðalfundir fallið niður all-
möfg ár. Á þeim fundi gerir
hann einskonar úttekt á safn-
inu. Sagði, að það hafi verið
komið í algeran rugling. Við
niðurröðun 'hafi komið í ljós all-
mikil vöntun bóka. Skoraði
hann á menn að skila bókun-
um, en fátt kom í leitirnar.
Örfáir höfðu greitt árgjald
1874 og allmargir skulduðu
nokkur ár. Ennfremur skýrir
séra Brynjólfur frá því, að
safnið hafi verið svo gott sem
húsnæðislaust, er hann tók við
því, en nú hafi hann komið því
fyrir á kirkjuloftinu, búið um
það í skápum og raðað sam-
kvæmt bókaskránni. Nýr skáp-
ur var fenginn og má ætla, að
prestur hafi smíðað hann sjálf-
ur, því ekkert er fært til reikn-
ings nema efnið í hann.
Sá ruglingur, sem séra Brynj-
ólfur ræðir um á aðalfundinum,
hefur ekki átt rætur að rekja
til Bjama E. Magnússonar
sýslumanns, heldur hefur hann
orðið þau tvö ár, er safnið laut
engri fastri stjórn og enginn
einn maður ábyrgur fyrir út-
lánum og rekstri félagsins,
enda auðsætt, að sumar lánað-
ar bækur hafa lent utangarðs.
Hagur félagsins var ærið lak-
ur þessi árin. Tekjurnar voru
flest árin 20—30 krónur, mest-
ar 1884, kr. 30,99. Félagsmenn
voru fáir, enda hart í ári oftast-
nær. Árið 1875 voru þeir flestir,
þá 27, og helzt sú tala að mestu
næstu 2 ár, en fór svo fækk-