Blik - 01.05.1962, Side 40
38
B L I K
andi og komst niður í 11 árið
1882. Flestir greiddu 1 krónu
66 aura árstillag, svo að ekki
voru miklar inntektir í félags-
sjóðinn. Sumir borguðu með
bókum, t. d. borgar Þorsteinn
'hreppstjóri sitt árgjald 1876
með Alþýðubók Þórarins Böðv-
arssonar og Þorsteinn læknir
með Mannamun Mýrdals. Á
þessu tímabili voru keyptar 5
—6 nýjar bækur árlega, auk
Bókmenntafélagsrita. — Sem
dæmi um verð á bókbandi í þá
daga má nefna, að band á Snót
kostaði 50 aura, Ljóð Sigurðar
Breiðfjörðs 25 aura og Eyr-
byggja 33 aura.
Útlán voru ekki teljandi
nema hálft árið (okt.—marz)
og opið einu sinni í viku að
jafnaði. Mest voru lánuð 20
bindi á dag. Hæst var tala lán-
aðra bóka árið 1884, 209 bindi,
en minnst 1882, 80 bindi, en
yfirleitt var útlánatalan 100—
180 á ári.
í stjórnartíð séra Brynj-
ólfs gengu í félagið nokkrir
mikhr bókamenn, sem reyndust
því traustir félagar um áratugi
og meðal kunnustu Eyjabúa um
langa hríð. Meðal þeirra má
nefna Hannes á Miðhúsum (fé-
lagi 1874), Gísli Engilbertsson
(1874), Finnbogi Björnsson
(1876), Sigurður Sigurfinns-
son (1874), Guðmundur Þórar-
insson, Vesturhúsum (1876),
Sigfús Árnason, Löndum
(1876), Ögmundur Ögmunds-
son, Landakoti (1883) og Jón
Einarsson, Hlaðbæ (síðar bóka-
vörður, 1884). Árið 1884 er
Aagaard sýslumaður eini Dan-
inn í félaginu og úr því voru
þeir fáir, 2—3 á skrá ár hvert.
— Stöku sinnum fengu land-
menn bækur, er þeir stunduðu
róðra frá Eyjum, t. d. Eiríkur
á Brúnum, Jón á Tjömum og
Sigurður í Kirkjulandshjáleigu.
Ætla má með nokkum veg-
inn fullri vissu, að safnið hafi
verið geymt á kirkjuloftinu þau
tíu ár, sem séra Brynjólfur
veitti því forstöðu, a. m. k. er
ekkert skráð um flutning á því
þessi ár. —
Enn vom þær bækur, sem
taldar voru í kaflanum hér að
framan, „efstar á vinsældalist-
anum“. Árið 1876 eru t. d. 30
útlán á Islendingasögum, af
150 útlánum alls. Nú er þessu
öfugt farið, eftirspumin sára-
lítil í flestum söfnum. En nú
bætast nokkrar bækur við, sem
lengi vom í miklum metum hjá
alþýðu, svo sem Iðunn gamla,
Smásögur, er Pétur Pétursson
biskup safnaði og þýddi, alltaf
í láni um langt árabil, ljóða-
safnið Svava var talsvert lesið
og frá 1883 eru ljóð Jónasar
Hallgrímssonar lánuð nokkmm
sinnum. Lestrarbók Þórarins
Böðvarssonar (útg. 1874) varð
nú ein eftirsóttasta bók safns-
ins um áratugi, þá kemur