Blik - 01.05.1962, Síða 41
B L I K
39
Mannamunur Jóns Mýrdals,
sem varð með afbrigðum vin-
sæl. Og enn þann dag í dag
heldur gamli Jón velli sem
skemmtisagnahöfundur.
Danskar bækur voru nú mun
niinna lesnar en fyrr, þó var
þar enn um sinn um auðugast-
an garð að gresja í Eyjasafni.
Þeir, sem einna mest notuðu
safnið á þessu tímabili voru
Jósef Valdason, Jón Rustmann
yngri, Týli Oddsson, Hannes á
Miðhúsum, Guðmundur á Vest-
urhúsum, Jón í Gvendarhúsi,
Þorsteinn læknir, Eyjólfur
Hjaltason, Helgi Jónsson fakt-
°r, W. Thomsen, Finnbogi
Björnsson og Sigfús á Löndum.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá séra Brynjólfi á Ofanleiti.
2. maí 1884 lánar hann sóknar-
hörnum sínum bækur í síðasta
smn. Heilsan var á þrotum,
nthöndin, sem fyrrum var skýr
°g falleg, ber hrumleikanum
vitni. Hann andaðist 18. nóv-
omber sama ár. Greftrun fór
fram 22. desember að viðstöddu
fjöhnenni, en jarðsunginn var
hann ekki fyrr en 22. apríl
3885, því að þann veg var sam-
göngum háttað, að viðtakandi
sóknarprestur, séra Stefán
Thordersen komst eigi fyrr út
«1 Eyja.
Aagaard sýslumaður flutti
húskveðju 22. des., en Þor-
steinn Jónsson læknir hélt
ræðu við gröfina. Sýslumaður
sagði m. a., að samvizkusemi
og skyldurækni hefði einkennt
llf séra Brynjólfs, enda væri nú
mikill manngrúi samankominn
til að heiðra minningu hans.
En drottinn var honum náðug-
ur í því, að láta hann eigi finna
til mæðu langra veikinda.
Þorsteinn læknir sagði, að
nú ríkti héraðssorg, allir inn-
búar þessa litla hólma syrgja
góðan kenniföður, árvakran og
skyldurækinn embættismann.
Hann stofnaði hér bindindisfé-
lag, skipaábyrgðarfélag með
öðrum og var hvatamaður að
stofnun barnaskóla. Hann tók
mikinn þátt í öðrum ’héraðs-
málum. „Árið 1862 stofnaði
hann í samfélagi með tveimur
öðrum heiðursmönnum lestrar-
félag hér í Eyjum, til að efla
fróðleik og menntun sóknar-
barna, og var forstöðumaður
þess hin 10 síðustu ár ævi sinn-
ar. Félag þetta hefur blómgast
svo, að það á nú 600 bindi af
fróðlegum og nytsömum bók-
um.“
Læknirinn lýsir séra Brynj-
ólfi á þessa leið: „Hann var
fríður sínum, í hærra lagi á
vöxt, vel limaður, léttur á
fæti og karlmannlegur á velli,
jarpur á hár og skegg áður en
hann tók að hærast, fölleitur í
andliti, góðmannlegur, en nokk-
uð alvarlegur á svip, stilltur og
kurteis, þægilegur í viðkynn-
ingu. Hann var hagleiksmaður,