Blik - 01.05.1962, Page 42
40
B L I K
iðjumaður, og óhlífinn sér.
Skemmtilegur, einkum í fá-
menni, en ekki gefinn fyrir
glaum.......Hann var tilhliðr-
unarsamur í tekjuöflun og tekj-
ur aldrei miklar, enda ekki auð-
maður. Gestrisni hans var
mikil. Hann var eigi rólegur
fyrr en allt var á réttri stundu
og stað.“
Við kirkjudyr var flutt
kveðjuljóð eftir H. J. (Helga
Jónsson?). I því standa meðal
annars þessar ljóðlínur:
Aumur kom enginn,
svo að Ofanleiti,
að höndin hjálpfúsa
þeim hjálp ei rétti.
Guð borgar góðverkin,
geldur tífalt,
og iðgjöld þín verða
um eilífð mikil.
FRAM Á LEIÐ.
1884 — 1905.
Á öndverðu ári 1884 tók
heilsu séra Brynjólfs mjög að
hnigna; fékk hann þá Lárus
Árnason, stúdent á Vilborgar-
stöðum, til þess að veita lestr-
arfélaginu forstöðu fyrst um
sinn. 7. desember 1884 boðaði
Lárus til fundar í lestrarfélag-
inu. Skyldi sá fundur kjósa fé-
laginu forystumann í stað séra
Brynjólfs. Fundurinn var vel
sóttur, 20 manns á fundi. Var
þá samþykkt að kjósa þriggja
manna nefnd til þess að stjórna
félaginu. Kosnir voru í þessa
fyrstu þriggja manna stjórn
þeir Lárus Árnason stúdent
með 17 atkv., Jósef Valdason
skipstjóri með 9 atkv. og Helgi
Jónsson verzlunarstjóri með 8
atkv. Lárus hlaut kosningu
sem bókavörður félagsins.
Á fundinum kom fram tillaga
um, að samin yrðu ný lög fyrir
félagið, því að „margt væri í
þeim gömlu, sem ætti ekki við
nútímann.“ Tillagan var samþ.
og hinni nýkjömu stjórn, á-
samt Þorsteini Jónssyni lækni,
falið að semja lögin.
Nokkurt fjör virðist hafa
færzt í félagslífið, er ungur og
áhugasamur menntamaður
valdist til forystu; en félagið
naut hans ekki lengi, því Láms
hætti bókavörzlu í janúar 1885
og fluttist alfarinn til Kaup-
mannah. Sjá mynd á bls. 92.
Lárus var fæddur í Vest-
mannaeyjum 24. jan. 1862. For-
eldrar hans voru Árni Einars-
son alþm. og hreppstjóri á Vil-
borgarstöðum og kona hans
Guðfinna, dóttir séra Jóns
Austmanni|s. Lárus varð stú-
dent 1884 og cand. phil. 1886.
Hann las læknisfræði um hríð,
en tók ekki próf. Hann var
fyrsti kennari, sem ráðinn var
við barnaskólann hér 1884 og
sundkennari nokkur ár. Láms
gerðist lyfsali í Chicago laust
fyrir 1890. Hann andaðist 14.
nóvember 1909, ókvæntur og
barnlaus.