Blik - 01.05.1962, Side 43
B L I K
41
Eftir að Lárus lét af störf-
um í LV var Jósef Valdasyni í
Pagurlyst falin bókavarzlan.
Var hann jafnframt kosinn í
stjóm félagsins og átti þar
sæti til dauðadags.: Nú var
vinnumaðin’inn á Gjábakka,
sem gekk í félagið 1867, orðinn
kunnur skipstjóri í Eyjum og
alþekktur að gáfum og dugn-
aði. Hafði honum tekizt að afla
sér ótrúlega mikillar bóklegrar
og verklegrar þekkingar. —
Jósef var Eyfellingm- að ætt,
fæddur 6. marz 1848. Hann
fluttist ungur til Eyja og var
aokkur ár vinnumaður hjá
Ingimundi á Gjábakka. Hann
kvæntist Guðrúnu Þorkelsdótt-
ur er ættuð var frá Eyrarbakka
og undan Fjöllum — Útlánabók
LV ber þess glögg merki, að
skipstj. í Fagurlyst hefur not-
að vel tómstundirnar í landi til
þess að lesa þær beztu fræði-
bækur, sem völ var á. Jósef
var mikill reikningsmaður. Sjó-
■íiannafræði lærði hann hjá
dönskum manni og var skip-
stjóri á hákarlaskipi nokkur ár,
en milli vertíða vann hann að
Seglasaumi. En öðru hvoru brá
hann sér á sjó á smáferju, sem
svo voru kallaðar. Hann fórst í
einum slíkum róðri suður af
újarnarey 12. janúar 1887.
Var Jósefs saknað úr hópi
vaskra Eyjamanna, sem og
annarra góðra drengja er gistu
hina votu gröf. Hann var mað-
ur glaðvær og skemmtilegur, en
líka einarður og skapmikill, ef
því var að skipta, og allir báru
honum drengskaparorð. — Þau
Guðrún og Jósef eignuðust þrjú
börn, meðal þeirra var Jóhann
Þorkell, þingmaður Vest-
mannaeyinga um nær þriggja
áratuga skeið og ráðherra á
tímabili. Ekkjan Guðrún giftist
síðar Magnúsi Guðlaugssyni
frá Fiflholtshjáleigu í Landeyj-
um. Magnús var einn þeirra,
er kosnir voru aðstoðarmenn
við útlán 1891 og lengi síðan.
— Hann var formaður í Eyjum
og drukknaði í fiskiróðri suður
af Bjarnarey 20. maí 1901.
Jósef Valdason var bóka-
vörður 1885—1887. Starf sitt
leysti hann af hendi með alúð
og nákvæmni, Líklegt má telja,
að hann hafi hvatt menn til
þess, að notfæra sér þau tæki-
færi, er safnið veitti mönnum
til þess að auka þekkingu sína,
því að félögum fjölgar veru-
lega í tíð ’hans. 1886—87 eru
félagar um 40 bæði árin og út-
lán jukust að sama skapi, urðu
stundum 40 á dag. Síðara árið,
sem Jósef var bókavörður,
urðu útlán 500 bindi, sem var
hið langmesta frá stofnun fé-
lagsins. —
Eftir lát Jósefs var Krist-
mundur Árnason á Vilborgar-
stöðum ráðinn til bókavörzlu.
Hann var bróðir Lárusar stúd-
ents. Kristmundur var fæddur