Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 47
B L I K
45
bindi. Lækkaði svo niður í 650
næsta ár, en hækkar aftur veru-
lega, var 840—1000 til alda-
móta.
Félagatala var svipuð frá
1887—1900, um 30 flest árin.
Síðasta félagaskráin með hendi
Jóns er frá árinu 1899; þá eru
félagsmenn 37. Allar félags-
mannaskrár frá 1880—1910
bera því vitni, hversu mik-
illar virðingar embættis- og
kaupsýslumenn nutu. Hefur
ekki þótt hæfa annað, en skrá
nöfn slíkra jafnan efst á blað.
Á félagatalinu 1899 er röðin t.
þessi: Þorsteins Jónsson
læknir, Magnús Jónsson sýslu-
maður, Oddgeir Guðmundsson
prestur, J. P. Bjarnasen verzl-
unarstjóri, Kolbeinn Árnatson
verzlunarmaður, Þórarinn Gísla-
son verzlunarmaður, Sigurður
higurfinnsson hreppstjóri,
Magnús Guðmundsson Vestur-
húsum og Jón Einarsson, Hlað-
hæ, bókavörður.
Um landamót voru stofnend-
Urnir allir horfnir úr hópnum,
enda nær 4 áratugir liðnir frá
stofnun félagsins. Lengst þrauk-
uðu þeir Jón gamli í Gvendar-
húsi (til 1892) og Ingimundur á
Gjábakka, sem var síðast á fé-
lagaskrá 1911. — Ögmundur í
Landakoti er enn félagi og var
1921. Þorsteinn læknir var
félagi frá 1867 til 1906, Sigurð-
ur hreppstjóri til 1912 og Jón
Emarsson til 1919. Ein kona
var í félaginu 1899, Guðrún
Jónsdóttir í Gerði. Aðeins einn
þáverandi félagsmaður er enn
á lífi, Sigfús V. Scheving, fyrrv.
skipstjóri, núv. skrifstofumað-
ur hjá Olíusamlaginu. — Eng-
inn Dani er nú á skrá, en 1890
eru þar tveir, þeir síðustu C.
Roed og Jes Thomsen.
Skal nú vikið nokkuð til
stjórnarmanna, annarra en
bókavarða, sem hafa verið tald-
ir. Þorsteinn Jónsson læknir
var formaður Lestrarfél. Vest-
mannaeyja frá 1886 til 1905.
Hann var fæddur 17. nóv. 1840,
andaðist í Rvík 13. ágúst 1908.
Þorsteinn læknir gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum í Eyjum;
var oddviti hreppsnefndar 1874
—1902, forseti Bátaábyrgðarfé-
lagsins 1887—1905. Var oft
settur sýslumaður. Alþingis-
maður Vestmannaeyinga var
Þorst. læknir 1887—89. Þá var
hann lengi veðurathuganamað-
ur fyrir veðurstofuna dönsku
og hann hlaut viðurkenningu
fyrir söfnun náttúrugripa.
Þorsteinn var ættaður úr
Flóanum. Var stundum í skóla
kallaður Eyrarbakkaséníið og
tók góð próf. Eigi lét hann sér
allt fyrir brjósti brenna á sín-
um yngri árum. Hann var einn
þriggja skólapilta, sem rændu
líki Geirs gamla í Geirsbæ;
báru það í brekáni suður tún
í áttina að líkhúsinu, en þar
átti að kryf ja karl. Bróður Geirs