Blik - 01.05.1962, Page 49
B L I K
47
fram á 5 aura hækkun á hverja
bundna bók. Þorsteini lækni,
sem var formaður lestrarfélags-
ins, fannst >þetta ósvífin krafa,
en Guðmundur lét engan bilbug
á sér finna og varð af hin harð-
asta rimma. Svaraði Guðmund-
ur lækninum fullum hálsi með
heldur ófögrum orðaleppum.
Sleit þá læknirinn fundinum án
þess að þetta vandamál yrði út-
kljáð, en menn undruðust mjög
dirfsku þessa unga manns, sem
leyfði sér að standa upp í hár-
inu á Eyjajarli og hvika 'hvergi.
I stuttu æviágripi* segir Þor-
steinn læknir um starf sitt í
þágu LV:
„Eftir lát séra Brynjólfs
Jónssonar 1884 var ég kosinn
formaður lestrarfélagsins hér,
og hef verið það síðan, og hef-
ur félag þetta tekið góðum
framförum undir minni forystu,
árstillag hækkað og félögum
fjölgað; félagið hefur árlega
keypt talsvert af bókum, eink-
um helztu útlend tímarit, ís-
lendingasögur og fleira.“
Aðrir í stjórn LV á þessu
tímabili, auk þeirra bókavarða,
aem fyrr er getið, voru þessir:
Helgi Jónsson, verzlunarstjóri
við Garðsverzlun, var í stjóm
1884—87. Helgi var ættaður
úr Breiðafjarðareyjum. Hann
var faktor í Garðinum 1881—
* Óðinn VI. ár. 1910.
88. Vann síðan lengi í Lands-
bankanum. Hann lézt 1905.
Jóhann P. Bjarnasen (f.
1861), verzlunarstj. við Garðs-
verzlun eftir Helga Jónsson,
var í stjórn 1888—1900. Jó-
hann fluttist til Ameríku um
aldamótin. Kona Jóhanns var
Margrét, dóttir Þorsteins lækn-
is. Jóhann lézt í Las Vegas,
Nevada, árið 1946.
Guðjón Jónsson, Sjólyst, var
kosinn í stjórnina 1888 og mun
hafa átt sæti í henni fram um
aldamót. Engilbert Engilberts-
son verzlunarstjóri átti sæti
í stjórn LV 1889—1890.
Hagur félagsins fór fremur
batnandi frá 1885—1905. Árið
1887 fóru árstekjurnar í fyrsta
sinn framúr 100 krónum, voru
104,17. Næsta ár námu þær þó
aðeins 75 kr., en það var líka
rýrasta árið. Frá 1890 til alda-
móta voru tekjurnar nálægt
hundrað krónum árlega, mest-
ar 1893, tæpar 140 kr.
Oft var ærið þröngt í búi á
þessum árum, sem má m. a.
marka af því, að árið 1886
borga 25 félagar af 30 þetta
einnar krónu gjald til félagsins
með innskrift. Því fór fjarri,
að öllum tekjum félagsins væri
varið til bókakaupa. Forsjálnin
var svo mikil, að oftast var
helmingur teknanna eftir í
sjóði um áramót og stundum
meira. Árið 1886 voru keypt 10
bindi fyrir kr. 17,55. Næsta ár