Blik - 01.05.1962, Page 56
54
B L I K
truflun eða raski friði og ró; held-
ur ekki má neinn fara inn fyrir
borð í útlánsstofunni, nema hann
fái til þess leyfi bókavarðar, sem
aðeins veitist, ef þess virðist brýn
þörf.
Stjórnarnefnd sýslubókasafns
Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjum, 27. september
1905.
Þarsteinn Jónsson
(formaður)
Anton Bjamasen
(gjaldkeri)
Jón Sighvatsson
(bókavörður).
Aðstaða safnsins breyttist í
betra horf, er það varð sýslu-
bókasafn. Um fjóra áratugi var
starfið borið uppi af áhuga fé-
lagsmanna sjálfra, en nú voru
því tryggðar 300 kr. fastatekj-
ur árlega auk notendagjalda,
sem námu 60—100 kr. á ári.
Bókakaup var því unnt að auka
verulega. Hinsvegar gerir reglu-
gerðin ekki ráð fyrir miklum
breytingum á rekstrinum.
Raunar er bætt inn í 1. gr., að
kaupa skuli enskar bækur, en
lítt framfylgt. Enn skal útláns-
dagur vera aðeins einn í viku
og safnið lokað hálft árið. Og
útlán skulu hefjast klukkan 8
á sunnudagsmorgnum! Þá hafa
menn verið árrisulir á helgum
dögum. Líklega hefur verið opið
til hádegis. Tíu árum seinna
virðist sýslunefndin efins um,
að þessi tími sé heppilegur, því
að hún skorar á stjórn safns-
ins, að hafa opið einn dag í
viku kl. 3—5 „í staðinn fyrir
þann tíma, sem nú er“.
Árið 1918 skorar sýslunefnd-
in á safnstjómina að endur-
skoða reglugerðina frá 1905, og
senda nefndinni helzt fyrir lok
þessa fundar frumv. til nýrrar
reglugerðar eða breytinga við
þá eldri, og þá sérstaklega að
taka til yfirvegunar, hvort ekki
sé hægt að opna lestrarsal í
sambandi við safnið. Sýslu-
nefndin biður safnstjórn enn-
fremur að athuga, hvort ekki
sé hægt að fá nýjar bækur ó-
keypis handa safninu, samkv.
þar um gildandi lögum. Mörg
ár liðu unz lesstofa var opnuð
og vissu sýslunefndarmenn vel,
að þar var ekki hægt um vik.
Það var heldur ekki á valdi
safnstjórnar að fá ókeypis bæk-
ur, því aðeins 4 almennings-
bókasöfn nutu þeirra sérrétt-
inda — og munu þau undarlegu
ákvæði enn í gildi. Auðsætt er,
að sumum sýslunefndarmönn-
um finnst fullmikil kyrrstaða
ríkjandi í málum safnsins, út-
lánatími óheppilegur og of lítið
af nýjum bókum. Og árgjaldið
hafði haldizt óbreytt frá 1890,
1 kr. 50 au.
Þegar sýslubókasafnið var
sett á laggirnar, var ekki til
önnur bókaskrá en prentaða
skráin frá 1869, en raunar er
ekki víst að neitt eintak 'hafi
þá verið til í eigu safnsins.