Blik - 01.05.1962, Page 57
B L I K
55
Var þá Jóni Sighvatssyni bóka-
verði og Eiríki Hjálmarssyni
kennara falið að semja nýja
bókaskrá og flokka bækurnar.
Sú skrá var samin 1906 og er
enn til, með hendi Eiríks. Bóka-
skráin frá 1906 nær eingöngu
til bóka á íslenzku, sem þá
hafa verið 550—600; bækur á
dönsku hafa verið þá sem næst
250—300. Þeir félagar hafa
skipt safninu í 16 flokka og
þeir merktir bókstöfunum A—
R. I skránni er greint nr. bók-
urinnar, nafn og loks höfundur.
Þessi skrá er vel gerð um
margt og betri en sumar seinni
tíma bókaskrár, sem hlutu að
verða handahófskenndar, með-
an ekki var byggt á neinu föstu
kerfi: Flokkunin 1906 var
þessi: A. Islendingasögur; B.
Fornsögur annarra landa; C.
Nýrri sagnarit; D. Riddarasög-
ur og skáldsögur; E. Sjónleikir;
F- Ljóðmæli; G. Rímur; H.
Landafræði; I. Stjórnmálarit;
K. Tímarit; L. Læknisfræði- og
heilsufræðirit; M. Búnaðar- og
hagfræðirit; N. Náttúrufræði-
°g stærðfræðirit; O. Þjóðsagna-
fræði; P. Guðfræðirit; R. Rit
ymislegs efnis. Ferðasögur og
ævisögur eru settar í undir-
flokk sagnfræði. Þá hafa verið
við lýði nokkrar sjaldgæfar
bækur, sem nú eru löngu horfn-
ar> t. d. Eftirmæli 18. aldar,
Gestur Vestfirðingur, Atli,
Bæreyingasaga og Kvöldvökur
Hannesar Finnssonar. — Fyrir
flokkun og skráningu voru
greiddar 4 krónur.
Sýslusafnið dafnaði vel fyrstu
árin. Árið 1906 voru lánþegar
63, og þeim fjölgar jafnt og
þétt, unz þeir eru orðnir 91 ár-
ið 1909; en þá fer að halla und-
an. 1910 eru lánþ. 49 og 1914
eru þeir 40. Árið 1915 fjölgar
þeim heldur, eru þá 57 og helzt
sú tala að mestu, meðan safnið
var sýslubókasafn. Fastatekjur
héldust óbreyttar frá 1905 til
1918, 300 kr. En gildi peninga
hafði minnkað og dýrtíð vaxið.
Árið 1909 voru tekjur sýslu-
sjóðs áætlaðar rúmar 1200 kr.,
en 1918 63 þús. kr. Sést af
þessu, hve hlutur safnsins hafði
versnað.
Bókakaup voru minni en ætla
mátti, miðað við tekjur safns-
ins, keypt fyrir 150—200 kr.
Útgjöld til annars en bóka-
kaupa voru ekki há. Bókavarð-
arlaun voru 50 kr. á ári til
1916, hækkuðu þá í 70 kr. Að-
stoðarmenn fengu lengst af 5
kr. fyrir sína þjónustu. Húsa-
leiga var 35 kr. á ári.
Sýslunefnd virðist ekki hafa
verið fyllilega ánægð með
rekstur safnsins, er frá leið.
Árið 1910 eru reikningar þess
samþykktir með þeirri athuga-
semd, að ógreidd árstillög séu of
mörg og ætti að strika þá skuld
út af skrá. Á sama tíma og
bókakaup voru vonum minni á