Blik - 01.05.1962, Page 60
58
B L I K
Karl Einarsson, sýslumaöur.
sögu og bókmenntasögu í Dan-
mörku. Var skólastjóri barna-
skólans í Vestmannaeyjum
1914—1920. Þá skólastjóri við
alþýðuskólann í Hjarðarholti
til 1924, en það ár varð hann
kennari við barnaskólann á
Isafirði og skólastjóri þar frá
1930.
Félagaskrár eru til yfir allt
tímabilið, sem hér hefur verið
greint frá, en ekki er unnt að
gera þeim þætti nein skil; þó
skal þess getið, að af 63 Eyja-
búum, sem voru fyrstu félags-
menn í sýslubókasafninu fyrir
meira en hálfri öld, eru nú 12
á lífi, að því er bezt verður
vitað. Meðal þeirra eru Gísli J.
Johnsen stórkaupm. og Krist-
mann Þorkelsson, báðir búsett-
ir í Reykjavík, Stefán Guð-
laugsson útgerðarm. og skip-
stjóri í Gerði, Ágúst Benedikts-
son, lengi aðstoðarbókavörður,
nú á Heiðarvegi 55, Finnbogi
Finnbogason, fyrrv. skipstjóri
frá Vallartúni, Kristján Þórð-
arson Brekastíg 5 og Jón Vaag-
fjörð málarameistari.
Sá maður, sem lengst hefur
verið safnfélagi og er enn, er
Kristinn Sigurðsson fyrrver-
andi fiskimatsmaður, Löndmn.
Hann er fyrst á félagsskrá 1907
og hefur verið í safninu nær
óslitið síðan. Brynjólfur Brynj-
ólfsson, ráðsmaður sjúkrahúss-
ins, hefur verið safnfélagi í
rétta hálfa öld; er fyrst á fé-
lagaskrá 1911 og ’hefur skipt
við safnið óslitið síðan.
BÆJARBÓKASAFN
„Á GÖTUNNI *.
1918—1923.
Vestmannaeyjar endurheimtu
kaupstaðarréttindin 1918. Þá
varð sýslusafnið bæjarbóka-
safn og fyrsta stjórn þess kos-
in á fundi bæjarstjórnar 8. maí
1918. Kosnir voru: Séra Jes A.
Gíslason formaður, Sigurður
Sigurðsson lyfsali og Jón Sig-
hvatsson, sem jafnframt var
ráðinn bókavörður áfram.
Sama stjórn virðist hafa setið
án kjörs til 1922, en þá var Jón
endurkosinn og með honum í
stjórn Páll Bjarnason skóla-