Blik - 01.05.1962, Page 61
B L I K
59
stjóri og Ágúst Árnason kenn-
ari. Næsta ár voru þeir Jón og
Ágúst endurkosnir, en í stað
Páls kom Sigurjón Högnason
í stjórnina.
Ríkisst.yrkur til safnisins var
300 kr. fyrsta árið og úr bæjar-
sjóði var veitt sama upphæð.
Ríkisstyrkurinn lækkaði næsta
ár um 100 kr., en bæjarsjóður
lagði fram 300 kr. til ársins
1921, en árið 1922 voru hvorki
hafnir styrkir úr bæjar- né
landssjóði.
Árstillag var hækkað úr kr.
1.50 í kr. 3.00 og laun bóka-
varðar úr kr 70.00 í kr. 150.00.
Til aðstoðarmanna, kr. 10.00 til
hvors. Gjald fyrir einstaka bók
var ákveðið 50 aurar, en „fyrir
minni bækur“ 40 aurar.
Til ársins 1921 voru niður-
stöðutölur safnsreikninga um
1000 kr., en voru 188 kr. 24
aurar árið 1923 og það ár eru
útgjöld bæjarins vegna safns-
ins 50 kr.
Árið 1919 voru keyptar bæk-
ur fyrir 222 kr. og kr. 200.00
varið til bókbands. Næsta ár
er áætlað kr. 1000.00 til bóka-
kaupa og bands, en tæpum
helmingi upphæðarinnar var
varið til hvors tveggja. Árið
1921 er áætlað kr. 600.00 í
sama skyni, en ekki notað nema
helmingur f járins. 1922—23 eru
keyptar bækur fyrir minna en
hundrað kr. hvert ár.
Lánþegum fækkaði nú mjög
og útlán minnkuðu að sama
skapi. Árið 1918 voru lánþ. 66,
en ekki nema 26 árið 1921, enda
eru þá lítil útlán. 1922—23 er
safnið í raun og veru lokað,
aðeins lánað fáeinum mönnum,
sem sóttu fastast að fá sér
eina og eina bók.
Meginorsök þess, hve ömur-
lega hag safnsins var nú komið
var sú, að það var í raun og
veru á götunni. Það er ekki
fyrr en á bæjarstjórnarfundi
21. 7. 1922 að mál safnsins er
fekið' ífyrir og varla vonum
fyrr, þar sem safnið var að
grotna niður í hrúgum á kjall-
aragólfi barnaskólans. Svo-
hljóðandi tillaga kom fram og
var samþykkt með 4 atkv. gegn
1:
„Bæjarstjórnin samþykkir,
að flytja sýslubókasafnið í bæj-
arhúsið nýja og sé því komið
fyrir í tveim herbergjum, þeim,
sem nú eru notuð til íbúðar
þar, en íbúð handa fólki því, er
rýma þyrfti fyrir safninu sé
útbúin ef þarf í kjallara húss-
ins.“
Tillögumanns er ekki getið,
en líkur benda til, að hann hafi
verið Páll Kolka læknir. Hann
var áhugamaður um menning-
armál og fannst seint sækjast á
þeim vettvangi. Húsið, sem
minnzt er á í tillögunni, er
Hólmgarður við Vestmanna-
braut, sem þá hét Dalbæjar-
vegur. —