Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 62
60
B L I K
Ekkert var aðhafzt í málinu
um sumarið, en 14. nóv. sama
ár eru lagðir fram reikningar
bókasafnsins og þá er enn rætt
um húsnæðismálið. I fundar-
gerðinni segir, að bæjarstjórn
haldi enn við þá tillögu, að láta
innrétta bæjarhúsið við Dal-
bæjarveg þannig, ,,að safnið
flytji inn í eina íbúðina uppi en
fólkið fái íbúð 1 kjallara.“ Þá
er bætt við till. áskorun til bæj-
arstjórnar, ,,að láta nú þegar
innrétta tvo klefa í hinum hluta
kjallarans til fangageymslu og
gæta þeirra, sem þannig eru á
sig komnir, að þeir geti eigi
orðið sér eða öðrum til skaða.“
Tillagan var samþykkt með
6 atkv. gegn 1 og jafnframt
fjárveiting til framkvæmdanna.
En samt fór svo, þrátt fyrir
samþykktina, að ekkert var
gert í málinu. Safnstjórn hefur
gert ráð fyrir flutningi safns-
ins í starfhæf 'húsakynni á ár-
inu 1922, en þegar sú von brást,
sendi hún bæjarstjórn erindi,
sem tekið er fyrir á bæjar-
stjórnarfundi 9. nóv. 1923. I
bréfi sínu fer safnstjórnin þess
á leit, að safnið verði flutt á
annan stað í skólanum, svo það
verjist skemmdum og útlán geti
hafizt. Bæjarstjórn samþykkti,
að „einhver af herbergjum
þeim í barnaskólanum, sem
um ræðir í erindi þessu verði
tekin til bókasafnsins í bili og
vísar málinu til skólanefndar tii
aðgjörða."
Á fundi skólanefndarinnar 22.
nóvember sama ár er mál þetta
tekið fyrir, og samþykkti nefnd-
in að lána bókasafninu vestustu
stofuna í kjallara skólahússins.
Það er stofan sem lengst af
hefur verið söngstofa skólans.
Jafnframt þessari samþykkt
lagði skólanefndin til eftir til-
lögu frá héraðslækni, Halldóri
Gunnlaugssyni, og sótthreins-
unarmanni kaupstaðarins, að:
I fyrsta lagi yrði bókasafnið
hreinsað og þurrkað, áður en
það yrði flutt í umrædda stofu.
1 öðru lagi yrðu þær bækur
safnsins, sem bókasafnsnefnd
áliti rusl, brenndar á báli.
I þriðja lagi yrðu lítt fræð-
andi bækur safnsins seldar á
uppboði, eftir að sótthreinsun
á þeim væri lokið.
Þessi samþykkt skólanefnd-
arinnar segir og sannar, hvern-
ig farið hafði verið með bóka-
safnið undanfarin ár.
Nokkrar umræður urðu um
safnmálið manna á meðal og
í blöðum. Og jafnvel í skáld-
sögu, sem skrifuð var um þess-
ar mundir, ber þetta efni á
góma: „Bókasafn bæjarins
drafnaði niður, grautfúið og
myglað......Það höfðu marg-
ir það við orð, að réttast væri
að brenna bókaruslið, það væri
ekki orðið til annars .... þetta