Blik - 01.05.1962, Page 74
72
B L I K
fylgjast með tímanum og þró-
un safnmála í landinu.
Árið 1942 voru f járráð safns-
ins aukin að mun. Voru veittar
5 þús. kr. til búnaðar í lesstofu
og 3 þús. til bókakaupa. Næsta
ár voru tekjur safnsins sam-
tals kr. 18.437,00 að meðtöldum
ríkis- og bæjarstyrk. 1944—45
er ætlað til bókakaupa 8500 kr.,
en næstu þrjú ár 10.000 kr.
Árið 1947 er á fjárhagsáætlun
bæjarins kr. 28.200,00 til bóka-
safnsins, en 1949 er sami liður
áætlaður 40.000 kr. Það ár er
áætlað til bókakaupa og bands
kr. 21.900,00. Ríkisstyrkurinn
hækkaði 1944 í kr. 6.250 og
hélzt svo til 1955, er bókasafns-
lögin nýju komu til sögunnar.
1952 er áætlað til safnsins 59
þús. kr. og hélzt svo óbreytt að
kalla næstu tvö árin. Þá var
varið til bókakaupa 25 þús. kr.,
en fór svo ört hækkandi næstu
árin, enda jókst bókaútgáfa og
verðlag hækkaði. Á síðari árum
hafa bókakaup safnsins numið
um 80—90 þús. kr. ár hvert.
Árið 1961 er áætlað til bóka-
safnsins samtals kr. 240 þús.
Þá er séra Jes Á. Gíslason
hóf starf sitt í safninu, gerði
hann einskonar úttekt á bóka-
eign þess. Var hún samkvæmt
sundurliðaðri talningn sem
næst 2300 bindi. Samkvæmt
skránni eru íslenzk skáldrit
229 bindi, erl. skáldrit þýdd 375
bindi, skáldrit á erl. málum 270,
sagnfræði 136, náttúrufræði 91,
ferðasögur 58 og ljóð 125 bindi.
Samkvæmt bókaskránni frá
1933 er bókaeignin þá um 2200
bindi. Munar því minstu að rit-
auka og rýrnun megi leggja að
jöfnu þessi níu ár. Árið 1951
var bókaeignin orðin 3900
bindi. Ritaukinn var svipaður
frá 1951 til 1956, 390—440
bindi árlega, að undanskildu
árinu 1954, en þá var ritaukinn
772 bindi, þar af 362 bindi
gjafasafn, sem getið verður
síðar í þessum kafla.
Árið 1956 vex ritaukinn veru-
lega vegna aukinnar bókaút-
gáfu, og einnig vegna þess, að
með vaxandi aðsókn að safninu
varð að kaupa fleiri eintök
sumra bóka. Það ár er ritauk-
inn 680 bindi, en hefur verið
730 bindi síðustu 3—4 ár. I
árslok 1960 var skráð bókaeign
9500 bindi. en var þó mun
meiri, því enn eru óskráð í að-
fangabók allmörg rit óbundin,
einkum tímarit. I árslok 1961
var bókaeign 10064 bindi.
Öflun erlendra bóka hafði
legið niðri um langt árabil, eða
tuttugu ára skeið. Á stríðsár-
unum var ekki um nein slík
bókakaup að ræða og næstu ár
á eftir ýmsir erfiðleikar á út-
vegun erlendra bóka. Árið 1951
var svo farið að kaupa erlend-
ar bækur að nýju og þau kaup
aukin nokkuð með árunum.
Hefur eftirspurn aukizt ár frá