Blik - 01.05.1962, Side 76
74
B L I K
Árið 1957 gaf séra Halldór
Kolbeins 80 árganga innlendra
og erlendra tímarita. Þá hafa
nokkrir bæjarbúar, karlar og
konur, fært safninu nokkur
bindi bóka og tímarita. — Þá
er þess að minnast, að forlag
Einars Munksgaard sendi safn-
inu 6 bindi ljósprentaðra forn-
rita á árunum 1942—46.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja
samþykkti á aðalfundi sínum
1957, að gefa 30 þús. kr. til
þess að koma upp vísi að tækni-
bókasafni. Slík deild í bæjar-
bókasafni er mjög nauðsynleg
og þetta framtak útgerðar-
manna til fyrirmyndar. Tækni-
ritin voru flest keypt hjá hinu
kunna tækniforlagi Gjellerup í
Kaupmannahöfn. Oft hafa rit
þessi komið í góðar þarfir, en
mikill bagi er að því, og raunar
lítt viðunandi, að svo til engin
tæknirit eru til á íslenzku.
Loks er þá ótalin mikil og
dýrmæt bókagjöf Sveins Jóns-
sonar trésmíðameistara og for-
stjóra, Reykjavík. Sveinn á-
nafnaði Bókasafni Vestmanna-
eyja allt einkasafn sitt eftir
sinn dag. Safn Sveins Jónsson-
ar var ekki mjög stórt, 362
bindi, en þeim mun betra, því að
segja má, að hver bók 'hafi
verið vandlega valin. I þessu
safni, sem er varðveitt sér í
skáp, er talsvert fágætra bóka,
sem safnið átti ekki áður, svo
sem Rit Lærdómslistafélagsins
öll, Atli og Bóndi, búnaðarritin
gömlu, Almanak Þjóðvinafé-
lagsins heilt frá upphafi og
margt fleira fágætt, sem of-
langt yrði að telja.
Sveinn Jónsson var fæddur
að Steinum undir Eyjafjöllum
19. apríl 1862, á stofnári bóka-
safnsins í Eyjum. Hann var
trésmíðameistari í Eyjum 1887
—98, en fluttist þá til Reykja-
víkur. Hann átti lengi sæti í
byggingarnefnd Rvíkur og bæj-
arstjórn um eitt skeið. Hann
stofnaði, ásamt öðrum, timbur-
verzlunina Völund í Reykjavík.
Sveinn starfaði mikið í góð-
templarareglunni og vann all-
mikið félagsmálastarf á öðrum
vettvangi. Hann ritaði talsvert
í blöð og tímarit og var hneigð-
ur til fræðiiðkana. — Sveinn
Jónsson andaðist í Reykjavík
árið 1947.
Húsnæðismál safnsins voru
enn sem fyrr oft rædd í bóka-
safnsnefnd og bæjarstjórn. Á
fundi bókasafnsnefndar 16.
febr. 1944 leggur nefndin til,
að skemmtanaskattur verði
lagður á kvikmyndasýningar í
bænum og honum varið til þess
að reisa bókhlöðu. Á sama
fundi kom fram tillaga Einars
Sigurðssonar og Karls Guð-
jónssonar um niðurfelling af-
notagjalda til safnsins. Loftur
Guðmundsson og bókavörður
lögðust gegn tillögunni, sem
var felld í bæjarstjórn. Tillaga