Blik - 01.05.1962, Page 77
B L I K
75
nefndarinnar um kvikmynda-
skattinn virðist hafa verið felld
eða dagað uppi.
Á bæjarstjórnarfundi 31.
marz 1944 lagði Sveinn Guð-
mundsson til, að kqsin yrði
fimm manna nefnd til þess að
gera tillögu um bæjarþingsal og
skrifstofur bæjarins. Einar Sig-
urðsson bar þá fram viðauka-
tillögu þess efnis, að hús þetta
mætti jafnframt nota til leik-
eða kvikmyndasýninga og
jafnframt sé „bæjarbókasafni
ætlaður þarna staður.“ Tillaga
Sveins ásamt viðaukatillögu
Einars var samþykkt sam-
hljóða.
Um og eftir 1950 var orðið
svo þröngt um safnið, að til
vandræða borfði. Voru t. d.
settar hillur í gluggakistur les-
stofunnar til þess að koma þar
fyrir nokkrum tugum bóka.
Bókasafnsnefnd vekur at-
hygli bæjarstjórnar á þessu
vandamáli á fundi sínum 17.
óes. árið 1952 og leggur á-
herzlu á, að bæjarstjórn útvegi
sem fyrst betra húsnæði, því að
húsakynni safnsins nú séu al-
gerlega óviðunandi. Ekkert
gerðist samt í því máli að sinni.
Á fundi bæjaístjórnar 24.
aPríl 1953 báru þeir Þorsteinn
Víglundsson og Þorbjörn
Guðjónsson fram svohljóðandi
tiHögu: „Bæjarstjórnin sam-
Þykkir að fela bæjarstjóra að
sækja um til fjárhagsráðs
nauðsynleg leyfi til að mega
byggja 'hús yfir bókasafn,
byggðarsafn og skjalasafn bæj-
arins, og yrði leyfið miðað við,
að verkið gæti hafizt í sumar."
Tillagan var samþykkt með at-
kvæðum allra bæjarfulltrúa.
Á fundi í bókasafnsnefnd 14.
ágúst sama ár er mælt með
kaupum á húslóð handa safn-
inu við Skólaveg neðanverðan
(suður af húsinu Hlíð). Lóðin
var 373 ferm. og lóðarverð 10
þús. kr. Var bæjarstjóra falið
að gera uppdrátt að bókasafns-
byggingu. Bæjarstjórn af-
greiddi málið á fundi 21. s. m.
með þeim hætti, að því var vís-
að aftur til nefndarinnar til
nánari athugunar. Nefndar-
menn, þeir Þorst. Þ: Víglunds-
son, Gunnar Sigurmundsson og
Steingrímur Benediktsson, sam-
þykktu þá að halda fast við
fyrri afstöðu sína til málsins.
Næst gerist það í málinu, að
4. jan. 1954 lagði þáverandi
bæjarstjóri, Ólafur Á. Krist-
jánsson, fram tillöguuppdrátt
að bóka- og byggðarsafnshúsi.
Bókasafnsnefnd gerði þá tillögu
til bæjarstjórnarfundar, að á
fjárhagsáætlun yrði tekin 100
þús. kr. fjárveiting til safns-
byggingar og framkvæmdir
hafnar á árinu. I því sambandi
minnti nefndin á aldarafmæli
safnsins árið 1962; þá færi vel
á því, að safnið gæti flutt í eig-
ið hús.