Blik - 01.05.1962, Side 83
B L I K
81
borgarstöðum og konu hans
Guðfinnu Jónsdóttur prests
Austmanns að Ofanleiti.
Á uppvaxtarárum sínum í
Eyjum hafði Einar kennari
notið kennslu hjá sýslumannin-
um, Bjarna Einari Magnússyni,
sem starfrækti þar unglinga-
skóla að kvöldinu nokkra vetur.
Kennsla var ókeypis. í skóla
þeim lærði Einar m. a. dönsku.
Síðan æfði hann sig að tala
málið við danska drengi, sem
jafnan voru á dönsku kaupskip-
unum, er fluttu vörur til Eyja
°g lágu þar vikum saman á
sumrin. Einnig kenndi sýslu-
maður í skóla sínum skrift og
reikning.
Þetta var það eina, sem Ein-
ar hafði lært fyrir utan þá til-
sögn, er hann í bernsku 'hafði
fengið í foreldrahúsum á Vil-
borgarstöðum.
Þegar barnaskólinn var stofn-
aður í Eyjum, bjuggu þar 558
manns. Af þeim voru 21% ó-
læsir á ýmsum aldri innan við
tvítugt, þrátt fyrir tíðar hús-
vitjanir og ötult starf séria
^rynjólfs sóknarprests.
Kennslugreinar í hinum nýja
barnaskóla voru lestur, skrift,
reikningur og kristin fræði.
Ekki er mér nákvæmlega ljóst,
hvenær skólinn hófst haustið
1880, en að öllum líkindum hef-
Ur það verið með nóvember-
mánuði, því að í okt. það haust
er undirbúningi skólastofnun-
arinnar ekki lokið og hann til
umræðu í sýslunefnd. Fullvíst
er, að skólinn starfaði þá til
febrúarloka eins og mörg fyrstu
árin sín. Ekki þóttu tiltök að
starfrækja hann lengur vegna
vertíðarannanna, sem þá fóru í
hönd. Þetta fyrsta starfsár
fengu þeir einir inngöngu í
skólann, sem eitthvað höfðu
lært áður í skrift og reikningi.
Þeirri reglu var haldið næstu
15 árin eða þar til yngri deild
var stofnuð við skólann 1895.
Kennslan hófst hvern virkan
dag kl. 10 að morgni og stóð í
4 stundir daglega eða fram að
miðdagsverði, sem þá var
venjulega snæddur kl. 2—3 e.h.
Milli kennslustunda, sem
voru 50 mínútur, var gefið 10
mínútna hlé.
Nemendafjöldinn fyrsta árið
(1880—1881) mun hafa verið
12—15 og aldur þeirra 10—15
ár, allir í einni deild.
Sýslunefnd ákvað skólagjöld-
in 15 krónur á nemanda allan
skólatímann, en 25 krónur fyrir
tvo nemendur frá sama aðila.
Væru 3 nemendur frá sama
framfæranda, skyldi hann
greiða 32 krónur fyrir öll börn-
in. Þetta þóttu óhæfilega há
skólagjöld. Þau urðu þess vald-
andi, að mörg börn urðu að
vera án skólagöngunnar sök-
um fátæktar foreldranna eða
annarra aðstandenda þeirra.
Séra Brynjólfur Jónsson læt-