Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 84
82
B L I K
ur ekki mikið yfir þessum vísi
að barnaskóla. Hann segir á
einum stað, að þennan vetur
hafi verið starfræktur „eins-
konar barnaskóli“ 1 sókninni.
Haustið 1881 hóf barnaskól-
ínn annað starfsár sitt, líklega
með októbermánuði. Skólanum
var þá sem áður slitið í febrú-
arlokin og skólaárið því 5 mán-
uðir. Skólagjald var hið sama
og árið áður. Einnig starfaði
sami kennarinn, Einar Árnason
frá Vilborgarstöðum. I skólann
gengu það skólaár 19 nemend-
ur, flest drengir. Sökum skóla-
gjaldsins voru nemendur aðeins
börn og unglingar hinna betur
stæðu foreldra í Eyjum. Börn
efnalítilla bænda og svo flestra
tómthúsmannanna gengu ekki
í skólann sökum fátæktar.
Aldur nemendanna annað
skólaárið var 9—17 ár. Allir
námu þeir í einni deild, þrátt
fyrir hinn mikla aldursmun og
nutu sömu kennslu. Námsgrein-
ir voru hinar sömu og árið
áður.
Flestir þeirra nemenda, sem
gengu í barnaskóla Vestmanna-
eyja þennan vetur voru þar
einnig næsta vetur (1882—
1883). Sumir þessara nemenda
áttu þá eftir að verða langlífir
og merkir menn í sveitarfélag-
inu og nafnkunnir, einnig utan
þess. Fer hér á eftir skrá yfir
þessa nemendur:
1. Árni Árnason, f. 14. júlí 1870
að Vilborgarstöðum, sonur Árna
bónda þar Árnasonar, er
drukknaði af opna skipinu
Gauk 13. marz 1874. Móðir
Árna og kona Árna eldra var
Vigdís Jónsdóttir, f. 1844. Þeg-
ar Gaukur fórst, tók Árni Ein-
arsson hreppstjóri á Vilborgar-
stöðum og Guðfinna kona hans
Árna Árnason til fósturs og
dvaldist hann þar til tvítugs-
aldurs. — Árni giftist Jóhönnu
Lárusdóttur á Búastöðum, Sjá
nr. 11. hér á eftir.
2. Friðrik Gíslason, f. 11. maí
1870 í Hlíðarhúsi í Vestmanna-
eyjum. Hann var sonur Gísla
bónda og verzlunarmanns Stef-
ánssonar og konu hans Soffíu
Lisbeth Andersdóttir Amund-
sen frá Stakkagerði. Móðir
hennar var Ásdís Jónsdóttir.
Friðrik stundaði sjóróðra, en
varð annars lærður ljósmyndari.
Kona hans var Anna Thomsen
Friðrik var fimur, snarpur og
fylginn sér og glímumaður á-
gætur. Hann kenndi um skeið
glímu hjá Glímu- og sundfélagi
Vestmannaeyja, sem stofnað var
7. nóv. 1894 með 16 félagsmönn-
um.
3. Eyvör Sveinsdóttir, fósturbarn
hjónanna í Þórlaugargerði,
Hjartar bónda Jónssonar og k.
h. Guðríðar Helgadóttur. Eyvör
var 11 ára, er hún gekk í skól-
ann.
4 Guðlaugur Jóhann Jónsson, f.
11. nóv. 1866. D. 25. apríl 1948.
For.: Jón bóndi Jónsson í Prest-
húsum og k. h. Ingibjörg Stef-
ánsdóttir, síðar hjón í Stóra-
Gerði í Eyjum. Kona Guðlaugs
var Margrét Eyjólfsdóttir bónda
Eiríkssonar að Kirkjubæ í Eyj-
um. Guðlaugur og Margrét
bjuggu lengi í Gerði.
5. Guðlaugur Vigfússon, f. 18. ág.
1864. D. 4. maí 1942. For.: Vig-