Blik - 01.05.1962, Side 87
B L I K
85
eru í ofanskráðum nemendalista,
eru fengnar hjá Árna Árnasyni,
símritara, siyni nemanda nr. 1).
I aprílmánuði 1883 þreyttu
29 börn og unglingar próf í
skrift og reikningi við barna-
skólann í Eyjum, bæði voru það
nemendur skólans frá vetrinum
og svo þeir, sem notið höfðu
einhverrar tilsagnar í heima-
húsum um veturinn ýmist 'hjá
foreldrum sínum eða fósturfor-
eldrum, sum hjá vinnuhjúum
þeirra, sem eitthvað höfðu lært
í bóklegum fræðum, og þó
nokkur hjá prestinum, séra
Brynjólfi, sem gerði sitt ýtrasta
til að greiða götu barna og ung-
linga til náms ýmist með eigin
starfi eða með því að útvega
tilsögn hjá öðrum, sem ein-
hverja þekkingu höfðu til
brunns að bera.
Prófin sýndu þennan árang-
ur:
3 börn stóðu sig með ágætum
(einkunn 6). Það voru bræð-
urnir Friðrik og Jes Gísla-
synir, og svo Jón Þorsteins-
son læknis.
5 börn hlutu einkunnina dá-
vel, þ. e. 5.
30 böm hlutu einkunnina vel,
Þ- e. 4.
3 börn hlutu einkunnina sæmi-
iega, þ. e. 3.
^ börn hlutu einkunnina lak-
lega, þ. e. 2; og
3 börn hlutu einkunnina illa,
Þ- e. 1.
Hin 8 síðasttöldu höfðu ekk-
ert lært í reikningi. Auk þessa
þreyttu 3 börn lestrarpróf. Þau
hin sömu 'höfðu ekkert lært í
skrift og reikningi.
Nemendur skólans frá vetrin-
um, sem þarna þreyttu próf
sitt, voru á aldrinum 11—19
ára. Auk þeirra, sem prófið
þreyttu, voru 10 börn í Eyjum
á aldrinum 10—12 ára, sem
ekki voru látin eða ekki fengust
til að þreyta próf þetta vor,
þótt þau hefðu eitthvað borið
við nám í skrift og reikningi.
Þriðja árið, sem barnaskól-
inn var starfræktur (1882—
1883), var annar Vilborgar-
staðabróðirinn kennari við
hann. Það var Kristmundur
Ámason.*
Nemendatala skólans vetur-
inn 1883—1884 var innan við
20 eins og undanfarna vetur.
Vorið 1884, 20. apríl, gengu
nemendur skólans og fleiri börn
Því miður hefur mér ekki tekizt
að fá mynd af Kristm. Ámasyni.
Kristmundur var fæddur á Vil-
borgarstöðum 2. júní 1864 og
þessvegna aðeins 18 ára, er hann
tók að sér barnakennsluna í Eyj-
um. Hann hafði numið hjá séra
Brynjólfi Jónssyni að Ofanléiti
eins og svo margir unglingar
gerðu þá í Eyjum. — Kristmund-
ur var albróðir Einars kennara.
Hann gerðist iðnaðarmaður og
fór til Ameríku, bjó lengi í Los
Angeles í Kaliforníu. Þar mun
hann hafa kvænzt en dáið barn-
laus.