Blik - 01.05.1962, Side 89
B L I K
87
21% 1 11,9% fyrstu 4 árin, sem
skólinn var rekinn þar.
BYGGT BARNASKÓLAHÚS I
VESTMANNAEYJUM.
(Sjá bls. 113).
Haustið 1880, 6. okt., sam-
þykkti sýslunefnd Vestmanna-
eyja á fundi sínum að sækja um
lán úr landssjóði, allt að kr.
i 500,00, til skólabyggingar.
Séra Brynjólfi Jónssyni var
falið að hafa orð fyrir sýslu-
nefnd og sækja um lánið til
landshöfðingja. Jafnframt var
beðið um þá greiðsluskilmála,
að lánið mætti greiðast á 28
árum.
Eftir 5 daga, 11. okt. 1880,
svaraði landshöfðingi sýslu-
nefndinni og hét henni láninu.
Bréfið var svohljóðandi:
,,Með bréfi frá 6. þ. m. hefur
séra Brynjólfur Jónsson fyrir
hönd sýslunefndarinnar farið
þess á leit, að sýslunefndinni
verði veitt úr landssjóði 1500
króna lán til að byggja barna-
skóla í Vestmannaeyjum gegn
Því, að lánið ávaxtist og endur-
borgist með 6% árlega af hinni
uPphaflegu upphæð lánsins.
Eyrir því skal sýslunefndinni
hér með tjáð, að ég er fús á að
veita hið umbeðna lán, þegar
kin nauðsynlegu skilyrði hér,
samkvæmt 43. gr. sbr. 26. gr.
nr- 7 tilskipunarinnar um
sveitastjórn, eru fyrir hendi, og
hefi ég í dag leitað hinnar nauð-
synlegu skýrslu hér að lútandi
hjá amtsráðinu.
Hilmar Finsen.
Til sýslunefndarinnar
í Vestmannaeyjum."
Sökum samgöngutregðu barst
þetta bréf landshöfðingja ekki
sýslunefndinni fyrr en eftir 5—
6 mánuði. Ef til vill hefur bréfið
verið sent austur í Landeyjar og
beðið vertíðarskipa, svo sem al-
gengt var þá á þessum tíma árs
um bréfapóst. Bréfið lá þess
vegna ekki fyrir fundi í sýslu-
nefnd fyrr en 10. apríl árið eft-
ir (1881).
Þegar hinn danski selstöðu-
kaupmaður í Danska-Garði í
Eyjum frétti það, að landssjóð-
ur mundi lána fé til byggingar
barnaskóla í sveitarfélaginu,
hugðist hann fá sýslunefndina
til að hætta við áform sitt um
að byggja barnaskólahús með
því að bjóða henni til kaups
húseign eina í Eyjum við góðu
verði að hans áliti.
Um miðjan júní 1881 lá sem
sé fyrir fundi sýslunefndar bréf
frá J. P. T. Bryde kaupmanni,
þar sem hann bauð sýslunefnd
til kaups tómthúsið Uppsali til
skólahalds fyrir kr. 1400,00 út
í hönd.
Með því að vitað var, að
tómthús þetta var í alla staði
illa byggt og léleg vistarvera,
þó að sýslumaðurinn M. M.
Aagaard hefði búið þar um
L