Blik - 01.05.1962, Page 91
B L I K
89
I september 1882 voru smíð-
aðir gluggarnir í skólabúsið.
Það gerði Jón smiður Vigfús-
son í Túni.
Múrverk við grunn hússins
unnu þeir tómthúsmennirnir
Guðmundur á Fögruvöllum,
Guðmundur í Batavíu og Jón í
Landlyst.
Vinnulaun daglaunamanna
árið 1882 voru kr. 1,50 fyrir
að ætla má 10 tíma vinnu. Tré-
smiðir og múrverksmenn fengu
kr. 2,00—2,25 fyrir dagsverkið,
en meistarinn sjálfur (Sigurður
Sveinsson) hafði kr. 2,75 í dag-
laun.
Aðstoðarmenn múrverks-
manna voru kallaðir handlang-
arar. Þeir voru 5 þetta sumar
og báru úr býtum kaup sem
hverjir aðrir daglaunamenn.
Haustið 1882 og fram yfir
áramót var mikið unnið að
grjóthögginu, bæði í þegn-
skylduvinnu samkv. fundarsam-
Þykkt 1880 og áður er getið, og
svo unnu þar margir menn fyrir
fullt kaup, en við þá vinnu var
greitt kr. 1,82 fyrir dagsverkið.
Móbergið í húsið var sprengt
°S brotið úr svokölluðum Hettu-
grjótum niður af Hettu vestan
Hettusands, sem er norðan und-
Heimakletti. I febrúar og
marz 1883 voru fluttir 204 til-
höggnir steinar, sem höggnir
hÖfðu verið í þegnskylduvinnu,
°S 750 tilhöggnir steinar aðrir
a byggingarstað. Einnig 25
móbergssteinar óhöggnir, ætl-
aðir í reyk'húf hússins og síðar
höggnir. Grjótið var flutt á
juli yfir Botninn og síðan borið
á handbörum úr Sandi suður
að grunninum. M. a. sem þarna
unnu við grjótburð, var Herdís
Magnúsdóttir, vinnukona Sig-
urðar í Nýborg, og bar úr být-
um 84 aura fyrir dagsverkið.
Grjótflutningar þessir stóðu í
7 daga. Fyrir flutninginn á
grjótinu yfir Botninn var greitt
kr. 1,60 á hvert hundrað steina.
Julið var lánað endurgjalds-
laust en dagsleiga þess metin á
kr. 1,75.
Hleðsluvinnan við bygginguna
hófst upp úr vertíðarlokum
1883, og þá sérstaklega með
júnímánuði. 1 þeim mánuði
unnu alls 18 menn við bygg-
inguna, og innt voru af hendi á
2. hundrað dagsverk. Þetta var
því ígripavinna hjá mörgum
þessara manna.
1 júlímánuði voru unnin 30—
40 dagsverk trésmíði, 30 dags-
verk múrverk og 34 dagsverk
handlangarastörf. Alls unnu þá
12 menn við bygginguna fleiri
og færri daga. Annars var gert
nokkurt hlé á byggingarfram-
kvæmdum um miðsumarið.
Eyjamenn stunduðu sjó, slátt
og svo fuglaveiðar. Bjargræðið
þurfti síns vinnuafls við. En
með septembermánuði var aftur
tekið til óspilltra málanna við
byggingarstörfin.