Blik - 01.05.1962, Page 92
90
B L I K
I septemberlok 1883 var
skólabyggjngunni svo langt
komið, að sperrur voru reistar
og reisugildi haldið. Það kost-
aði sýslusjóðinn 12 krónur.
1 októbermánuði 1883 var
svo unnið að því að fullgera þak
skólahússins. Það var lagt
borðum og svo klætt tjöru-
pappa einvörðungu fyrst í stað.
I nóvembermánuði um haust-
ið voru unnin 54 dagsverk við
trésmíði, og 34 dagsverk hand-
langarastörf. I þerm mánuði
vann Jósef Valdason, skipstj.,*
að því að höggva til steina í
reykháf hússins og 'hlaða hann.
Þetta sumar voru keyptar 3
tunnur af sementi í Brydeverzl-
un til byggingarinnar. Verðið
var 14 kr. hver tunna. Annað
sement mun að sjálfsögðu hafa
verið í dönsku vörusendingunni,
en þann vörulista hefi ég ekki
rekizt á eða séð.
Þetta sumar voru einnig
keyptar í Brydeverzlun 26 rúð-
ur í húsið á 75 aura hver þeirra.
I árslok 1883 nam bygging-
arkostnaðurinn kr. 2790,10. Hér
á eftir fer reikningurinn yf-
ir byggingarframkvæmdirnar,
eins og Þorsteinn læknir Jóns-
son, oddviti Vestmannaeyja-
hrepps, lagði hann fyrir sýslu-
niefnd í jan. 1884.
Að sjálfsögðu er vitnað til
fylgiskjala í reikningi þessum.
Gjaldaliður nr. 9, kr. 1439,28,
er, sem séð verður, greiddur
með tekjulið 2. Þessir pening-
ar eru ekki nema að nokkru
leyti framlag úr hreppssjóði og
sýslusjóði. Árið 1880, að bezt
verður vitað, tóku nokkrir
menn í Eyjum sig saman, þeg-
ar sýnt var, að skriður kæmist
á um stofnun barnaskóla þar,
og mynduðu með sér félags-
skap, sem safna skyldi fé til
að styrkja fátæk böm í Eyjum
til náms í barnaskólanum.
Þennan félagsskap kölluðu þeir
dönsku nafni e. t. v. til þess að
glæða áhuga dönsku kaupmann-
anna og verzlunarþjónanna á
því að leggja fé í sjóðinn. Þeir
kölluðu félagsskapinn „Foren-
ingen for fattige Börns Under-
visning.“ Þessi félagsskapur
safnaði fé til skólabyggingar-
innar. Sá sjóður nam með vöxt-
um og gjöfum einstaklinga kr.
325,77 í árslok 1881.
Svo sem tekjuliðirnir bera
með sér, hafði þá þegar verið
fengið lánið hjá landssjóði, enda
þótt skuldabréfið væri ekki
undirritað fyrr en 27. maí 1884.
Sumarið 1884 var unnið að
skólabyggingunni og henni lok-
ið þá síðsumars. Þá var húsið
„sementerað“ utan og „hvítt-
að“ og málaðir gluggar utan og
innan og innveggir. Það verk
allt kostaði rúmlega 100 kr.
Alls mun húsið hafa kostað
tæpar kr. 3000,00 í stað
* Faðir Jóhanns Þ. Jósefssonar.