Blik - 01.05.1962, Page 95
BLIK
93
Samningar tókust milli Lár-
usar Árnasonar og sýslunefnd-
ar, enda ekki annað vitað, en
að umsókn hans sé sú eina, sem
barst sýslunefndinni og hart
nær tveim og hálfum mánuði
eftir að auglýsingin birtist al-
menningi.
Laun kennarans voru kr.
70.00 á mánuði, meðan skólinn
starfaði eða í 5 mánuði (1. okt.
■—1. marz). Kenna skyldi hann
4 stundir á dag. Eiginlegur
skólastjóri var séra Brynjólfur
Jónsson, enda þótt hann kenndi
ekkert við skólann og hefði þar
ekki daglegt eftirlit. Það er tek-
ið fram í fundargerð sýslu-
nefndar, að kennarinn skuli
haga allri kennslunni eftir fyr-
irmælum prestsins, sem sýslu-
nefnd hefur falið umsjón skól-
ans. Sýslunefndin afréð, að
skólagjald skyldi vera kr. 15
sem áður fyrir hvert barn allan
skólatímann eða 3 krónur á
mánuði. Greiða skyldi alls 25
krónur, væru börnin tvö frá
sama aðila og kr. 32,00 væru
þau þrjú. Skólagjaldið skyldi
greiðast fyrir fram eða áður en
barnið hóf nám 1 skólanum.
Sigurður Sveinsson í Nýborg
var kjörinn inn'heimtumaður
skólagjaldanna fyrir hönd
'ýslunefndarinnar. Um var
samið, að Lárus kennari skyldi
aanast húsvörzlu í skólanum og
»annast að öllu leyti þjónustu
skólans gegn 20 króna greiðslu
fyrir allan kennslutímann.“
Sýslunefndin fól hreppsnefnd
með forustu Þorsteins læknis
að útvega skólanum hin nauð-
synlegustu áhöld og hafa lokið
því fyrir 1. okt., en þá skyldi
skólinn settur fyrsta sinni í
nýja skólahúsinu. Allt fór það
eftir áætlun hjá Þorsteini
lækni og oddvita. Nemendum,
sem voru innan við 20 á aldrin-
um 10—15 ára, var öllum kennt
í einni deild sem áður og í
kennslustofunni á aðalhæð
(neðri hæð) hússins. Rishæð
hússins, loftið, fékk sýslumað-
ur til afnota. Þar geymdi hann
skjalasafn embættisins á gólf-
inu.
Svo sem áður er drepið á, þá
höfðu fátækir foreldrar ekki
efni á að greiða skólagjaldið
fyrir börn sín og unglinga. Af
þeim sökum urðu margir af
skólavistinni.
Eftir veturinn 1884—1885
gaf Larus Árnason ekki kost á
sér lengur 1 kennarastarfið.
Haustið 1885 sigldi hann til
Kaupmannahafnar til þess að
lesa lyfjafræði.
Sumarið 1885 var Þorsteini
alþingismanni Jónssyni í Nýja-
bæ falið að útvega kennara að
barnaskólanum, er hann væri
kominn til þings. Launin skyldu
vera hin sömu og Lárus Árna-
son hafði, eða 70 krónur á mán-
uði frá 1. okt. til 1. marz.