Blik - 01.05.1962, Page 96
94
BLIK
Síðari hluta júlímánaðar
barst sýslunefndinni bréf frá
alþingismanninum varðandi
ráðningu kennarans. Einn mað-
ur bauðst til starfans, Jón Jón-
asson Thorsteinsen guðfræði-
kandidat. Launakröfur hans
voru 100 krónur á mánuði, með-
an skólinn starfaði, eða 70 kr.
í peningum og ókeypis fæði,
húsnæði og þjónusta. Sýslu-
nefnd gekk að þessu síðara
boði, og var skólaárið afráðið
frá 1. okt.—28. febr. sem áður.
En sýslunefndin gerði þær
gagnkröfur, að kennarinn veitti
einum unglingi í húsi því, er
hann kæmi til að búa í, ókeypis
tilsögn eftir nánara samkomu-
lagi. Tekið er fram, að greiða
megi kennaranum 20 krónur úr
sýslusjóði í ferðastyrk til Eyja,
ef nauðsyn ber til. Sóknarpresti
var falið að skrifa alþingis-
manninum og tjá honum þessa
samþykkt sýslunefndar. Þetta
varð allt að samkomulagi, og
Jón J. Thorsteinsen kom til
Eyja haustið 1885 og var þar
barnakennari það skólaár.
(1885—1886). (Sjá grein um J.
Th. bls. 118—119).
Séra Brynjólfur Jónsson lézt
19. nóvember 1884.
Sýslunefndin fann þar stórt
skarð fyrir skildi, er séra
Brynjólfur var fallinn frá, svo
vel og dyggilega hafði hann
starfað og unnið að þessum
hugsjóna- og menningarmálum,
þar sem var barnaskóli Vest-
mannaeyja, og félagsmálum
sveitarfélagsins í heild. — Nú
vildi sýslunefnd reyna að fylla
að einhverju leyti þetta mikla
skarð. I byrjun júnímánaðar
1885 kaus hún skólanefnd
fyrsta sinni. Skólanefndar-
mennirnir skyldu í sameiningu
annast þau störf í þágu skól-
ans, sem séra Brynjólfur hafði
að mestu leyti annast einn áð-
ur fyrir hönd sýslunefndar.
Fyrsta skólanefnd Vest-
mannaeyja var skipuð þrem
mönnum, þeim séra Stefáni
Thordersen, biskupssyni, sem
varð prestur í Eyjum 1885, og
sýslunefndarmönnunum Gísla
Stefánssyni í Hlíðarhúsi og Sig-
urði Sveinssyni í Nýborg. Þeir
skiptu sjálfir með sér verkum
innan nefndarinnar. Varð prest-
ur formaður hennar, Sigurður
gjaldkeri og Gísli ritari. Þessir
menn skyldu veita skólanum
forstöðu, eins og komizt er að
orði um verksvið nefndarinnar:
„skipta störfum við forstöðu
skólans á milli sín.“
Skólanefndinni bar að leggja
fyrir sýslunefndina tillögur sín-
ar um kennsluna í skólanum,
áætlun um tekjur og gjöld við
rekstur hans fyrir komandi ár
og svo reikning umliðins árs.
Árið 1885 sótti sýslunefnd
Vestmannaeyja fyrsta sinni um
styrk úr landssjóði til handa
skólanum fyrir árið 1884. Eng-