Blik - 01.05.1962, Page 98
96
B L I K
Árni Filippusson var síðan
kennari við barnaskóla Vest-
mannaeyja í 7 ár (1886—1893)
við góðan orðstír. Segja má, að
hann væri skólastjóri þessi ár-
in, því að hann naut bráðlega
óskipts trausts skólanefndar-
innar.
Árni Filippusson þótti stjórn-
samur og góður kennari og
sýndi góðan vilja til að efla
siðgæðisvitund barnanna og
trúarleg áhrif. Til þess m. a.
lét hann fram fara í skólanum
trúarlega morgunstund hvern
starfsdag, áður en kennsla
hófst. Elztu börnin voru látin
skiptast á að lesa morgunbæn
og Faðir vor. Sungið var sálma-
vers á undan og eftir. Náms-
greinar skólans voru hinar
sömu og jafnan áður: lestur,
skrift, reikningur, biblíusögur
og kverið. Nemendur Árna
voru oftast 15—18 en sum árin
þó yfir 20; t. d. fyrsta veturinn,
sem Árni var kennari við skól-
ann. Þá voru nemndurnir 22.
Ástæðan fyrir nemendaf jölgun-
inni mun hafa verið sú að ein-
hverju leyti, að sýslunefnd
lækkaði skólagjaldið haustið
1886. Skyldu þá greiddar 12 kr.
fyrir hvert barn í stað 15 kr.
áður, 20 krónur fyrir tvö börn
frá sama aðila og 25 krónur
fyrir þrjú börn, allt skóla-
árið. Það skólaár fengu 10
börn ókeypis kennslu og 4
börn nokkra eftirgjöf á skóla-
gjaldinu. Alls nam skólagjaldið
það ár 94 krónum eða rúmlega
árlegri greiðslu í landssjóð af
byggingarláninu, en sú greiðsla
nam 90 krónum árlega, vextir
og afborgun, eins og áður er
drepið á.
Haustið, sem Árni Filippus-
son réðist kennari að skólanum
(1886), hófst hann ekki fyrr
en í septemberlok, enda þótt
'hann skyldi taka til starfa um
miðjan september. Ástæðan var
sú, að Árni, sem kom þá úr
Holtum, heimabyggð sinni, beið
í tvær vikur í Landeyjum eftir
leiði til Eyja, eða allan síðari
hluta septembermánaðar. Þó
greiddi sýslunefndin honum
laun fyrir þennan hálfa mánuð.
Skólinn starfaði til febrúarloka
sem áður. Aðra tíma ársins var
Árni Filippusson fastur starfs-
maður við Austurbúðina í Eyj-
um, Brydeverzlun. Hann var
vigtarmaður þar á vertíðum og
vó sérstaklega salt og kol til
kaupenda og aðra svokallaða
þungavöru. Fyrir kom, að hann
fékk sig lausan frá skólastarf-
inu, ef vertíð hófst snemma og
vel aflaðist. Hljóp þá séra Odd-
geir að Ofanleiti (1889—1924)
undir annabaggann með barna-
kennaranum og annaðist
kennslustörfin, þegar svo at-
vikaðist.
Sumarið 1887 sóttu þessir
menn um kennarastöðuna við
barnaskólann: Páll Bjarnason,